Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 66
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n
66 TMM 2018 · 4
Guðmundur Andri Thorsson
Úr bókaskápnum
„Draumurinn um féð
í Sauðfríðarsveit“
Um Sigurð smala og Benedikt frá Hofteigi
Ég er alinn upp innan um bækur, bæði í foreldrahúsum og líka hjá afa mínum og
ömmu á Akureyri þar sem ég var sumarstrákur. Margar las ég og margar lifðu með
mér og í mér ólesnar. Margar þessara bóka eru hjá mér enn og umlykja mig. Í þessum
dálki teygi ég höndina í bókaskápinn, blaða í einhverri bók og skrifa það sem vaknar
með mér við lesturinn.
Mannlýsingin er eiginlega bókmenntagrein hér á landi. Við höfum sett hana
í þá sérstöku pækiltunnu sem kölluð er „þjóðlegur fróðleikur“ og kannski
lifir hún samt best í minningargreinahefðinni – þegar vel tekst til. Þetta er sú
viðleitni að láta persónu lifna með eiginleikum sínum og látæði í orðum og
setningum. Þetta er bókmenntagrein sem vitnar um kyrrstætt samfélag; þetta
er ekki eins og þroskasagan í evrópskri skáldsagnagerð; hér er persónan fasti,
henni er lýst í byrjun og svo eru tilfærðar sagnir og ummæli sem staðfesta þá
lýsingu, og við skiljum við persónuna eins og hún var í byrjun.
Heilu þættirnir eru oft helgaðir mannlýsingunni í fyrri bókmenntum
okkar, og náðu sumir höfundar okkar framúrskarandi tökum á henni, ekki
síst þegar lýst var „kynlegum kvisti“. Dæmi um slíkan höfund er Benedikt
Gíslason frá Hofteigi og dæmi um slíkan þátt er „Sigurður smali“.
Benedikt frá Hofteigi (1894–1989) var á sinni tíð í fremstu röð þeirra
sem sinntu hvers kyns þjóðlegum fræðum á Austurlandi – skrifaði mikið
í Múlaþing – auk þess sem hann gaf sig nokkuð að rannsóknum á fornum
bókmenntum okkar þar sem hann aðhylltist eindregið sagnfestuna, ekki síst
með hliðsjón af Hrafnkels sögu sem hann taldi allt satt í og Landnámu sem
hann taldi allt ósatt í. Hann skrifaði bókina Íslenda um þá kenningu sína
að Norðmenn hefðu komið hér að byggðu landi, hér hefði búið kristin og
keltnesk þjóð. Hann var um árabil bóndi að Hofteigi í Jökuldal – mikill fjár-
bóndi – en fluttist upp úr fimmtugu til Reykjavíkur þar sem hann starfaði
hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins og sinnti ritstörfum. Hann var kvæntur
Geirþrúði Bjarnadóttur og þau eignuðust ellefu börn.
Benedikt var sérstæður höfundur. Hann skrifar íburðarmikinn stíl, ljóð-
TMM_4_2018.indd 66 6.11.2018 10:22