Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 66
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 66 TMM 2018 · 4 Guðmundur Andri Thorsson Úr bókaskápnum „Draumurinn um féð í Sauðfríðarsveit“ Um Sigurð smala og Benedikt frá Hofteigi Ég er alinn upp innan um bækur, bæði í foreldrahúsum og líka hjá afa mínum og ömmu á Akureyri þar sem ég var sumarstrákur. Margar las ég og margar lifðu með mér og í mér ólesnar. Margar þessara bóka eru hjá mér enn og umlykja mig. Í þessum dálki teygi ég höndina í bókaskápinn, blaða í einhverri bók og skrifa það sem vaknar með mér við lesturinn. Mannlýsingin er eiginlega bókmenntagrein hér á landi. Við höfum sett hana í þá sérstöku pækiltunnu sem kölluð er „þjóðlegur fróðleikur“ og kannski lifir hún samt best í minningargreinahefðinni – þegar vel tekst til. Þetta er sú viðleitni að láta persónu lifna með eiginleikum sínum og látæði í orðum og setningum. Þetta er bókmenntagrein sem vitnar um kyrrstætt samfélag; þetta er ekki eins og þroskasagan í evrópskri skáldsagnagerð; hér er persónan fasti, henni er lýst í byrjun og svo eru tilfærðar sagnir og ummæli sem staðfesta þá lýsingu, og við skiljum við persónuna eins og hún var í byrjun. Heilu þættirnir eru oft helgaðir mannlýsingunni í fyrri bókmenntum okkar, og náðu sumir höfundar okkar framúrskarandi tökum á henni, ekki síst þegar lýst var „kynlegum kvisti“. Dæmi um slíkan höfund er Benedikt Gíslason frá Hofteigi og dæmi um slíkan þátt er „Sigurður smali“. Benedikt frá Hofteigi (1894–1989) var á sinni tíð í fremstu röð þeirra sem sinntu hvers kyns þjóðlegum fræðum á Austurlandi – skrifaði mikið í Múlaþing – auk þess sem hann gaf sig nokkuð að rannsóknum á fornum bókmenntum okkar þar sem hann aðhylltist eindregið sagnfestuna, ekki síst með hliðsjón af Hrafnkels sögu sem hann taldi allt satt í og Landnámu sem hann taldi allt ósatt í. Hann skrifaði bókina Íslenda um þá kenningu sína að Norðmenn hefðu komið hér að byggðu landi, hér hefði búið kristin og keltnesk þjóð. Hann var um árabil bóndi að Hofteigi í Jökuldal – mikill fjár- bóndi – en fluttist upp úr fimmtugu til Reykjavíkur þar sem hann starfaði hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins og sinnti ritstörfum. Hann var kvæntur Geirþrúði Bjarnadóttur og þau eignuðust ellefu börn. Benedikt var sérstæður höfundur. Hann skrifar íburðarmikinn stíl, ljóð- TMM_4_2018.indd 66 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.