Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 69
„ D r a u m u r i n n u m f é ð í S a u ð f r í ð a r s v e i t “ TMM 2018 · 4 69 Fleiri dæmi rekur Benedikt um það hvernig Sigurður smali lét hagsmuni kindarinnar stjórna viðhorfum sínum í einu og öllu og koma ekki allskostar á óvart viðhorf smalans til tófunnar. Benedikt skrifar: Sigurður brenndi óskaplegri heift á tófuna og lærði utan að allar sögur um fórnir og þjáningar sinna kæru vina í viðskiptum við þennan miskunnarlausa óvin. Sigurður gat þó aldrei drepið tófu, en þegar einhver vann greni varð hann svo glaður að hann hefði viljað fara og segja hverri kind frá þessu þjóðhetjuverki. Sigurður var orðvar maður og blótaði ógjarnan, en erti andskotann með því að uppnefna hann og kalla hann démota. Þegar hann þurfti að blóta tófunni notaði hann þetta uppnefni og óspart stundum. Svo lifði hann það að farið var að rækta tófur og gefa stórgripsverð fyrir tófuhvolpa, þá varð hann sem orðlaus af undrun og kvaðst aldrei hafa búist við því að menn tækju upp á öðru eins athæfi og rækta tófudémotann. Ekki hefur maður lengi lesið í þessum þætti af Sigurði smala þegar grunur vaknar um að hér sé ekki einungis verið að segja kátlegar gamansögur af skrýtnum kalli, heldur sé hér um að ræða þátt um dyggðir, eftirbreytnivert og fagurt mannlíf; hér sé okkur bæði bent og kennt. Á mann leita hugsanir um góða hirðinn sem leitar að týnda sauðinum óþreytandi, og um leið hinn hjarta prúða smælingja og heilaga einfeldning – en það er algengt í bók- menntum að láta Krist birtast okkur í slíku gervi; jesúgervingar eru slíkir menn kallaðir og verður ekki betur séð en að Sigurður sé einn slíkur, um leið og Sigurður er holdgervingur alls þess besta sem Jökuldalurinn táknar í huga höfundarins sem þá var raunar fyrir allmörgum árum fluttur til Reykjavíkur; „sæludalur, sveitin best …“ Og smám saman skiljum við að hér eru rituð minningarorð um það Ísland sem horfið er höfundi fyrir fullt og allt og hann tregar alla stund. Allt sem jesúgervingurinn og góði hirðirinn Sigurður gerir verður til góðs og í lok þáttarins birtist hann sögumanni í draumi og gefur honum bendingu um að gera það sem hann langar og það verður honum og raunar allri sveitinni til gæfu – um er að ræða kaup á graðhesti af Sigurði Jónssyni frá Brún. Þátturinn af Sigurði smala er alllangur og er meðal annars helgaður sögum af afburða smalamennsku Sigurðar. Benedikt lýsir Sigurði svo að hann hafði verið með lægri meðalmönnum og grannholda og allir hafi gert ráð fyrir því að hann væri ekki kvensterkur, sem kallað er. Benedikt segir hann hafa verið hreinlátan mann þótt hann hafi ekki klæðst góðum flíkum en um vitsmuni hans skrifar Benedikt: „hann var að eðlisfari greindur maður, en greind hans var aldrei slegin hinum minnsta þekkingarneista.“ Í lok þessa frásöguþáttar eða mannlýsingar – eða kannski við eigum að kalla þetta smásögu – gerir svo Benedikt tilraun til að draga saman það sem hann vill árétta: Þannig lýkur hér að segja frá þeim manni sem átti enga ævisögu. Sjálfsagt vilja ein- hverjir þar um bæta. En Saga Sigurðar er saga fyrir því. Hún er sagan um sögu, sem í senn er bæði mikil og lítil, og hún heldur þeim einkennum á öllum sviðum hans TMM_4_2018.indd 69 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.