Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 94
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 94 TMM 2018 · 4 tók að liðast í sundur, ekki síst fyrir tilstilli trúboða – og hann var reyndar sjálfur sonur innfædds trúboða sem hafði tekið trú nýlenduherranna; hér er því allt í mótsögnum. Umboðið er hans En hvað ef ég segði: Skiptir þetta allt saman einhverju máli úr því Achebe virðist hafa tekist að skrifa bók sem höfðar til heimsins? Helgar tilgangurinn þá ekki meðalið? Það skiptir vissulega máli að honum skuli hafa tekist að ná til fólks. Heimurinn fékk skáldsögu sem veitti ekki aðeins innsýn í líf igbófólksins í Nígeríu, heldur skapaði gríðarlegar umræður um heimsvaldastefnu og stöðu Afríku í heiminum. Bókin er auðvitað barn síns tíma hvað þetta varðar því að á ritunartímanum voru nýlendur út um allan heim að losa sig undan yfir- ráðum Evrópumanna, bæði í veraldlegum og menningarlegum skilningi. Með bókinni fetaði Achebe svipaðar slóðir og Nóbelsverðlaunahöfundurinn Patrick White í Ástralíu um sama leyti. Árið 1957 sendi hann frá sér bókina Voss þar sem hann reyndi beinlínis að skrifa Ástralíu inn í vitund heimsins og enskuna inn í landið. Hann sendir evrópskan landkönnuð í ferðalag þvert yfir Ástralíu árið 1845 en ekki líður á löngu þar til hann og föruneyti hans lenda í miklum erfiðleikum, ekki síst vegna þess að þeir kunna ekki á landið og íbúa þess. Þarna skrifar White, sem var fulltrúi hinna nýju íbúa Ástralíu, um landið á ensku, máli landnemanna, og reynir að nota það til að fást við landið og gera áströlsku skáldsöguna að einhverju öðru en bara grámóskulegu tómi fyrir sjálfum sér og umheiminum.12 Hann fékk svo Nóbelinn fyrir að koma nýrri álfu á kortið og svipað hefði mátt segja um Achebe ef hann hefði fengið Nóbelinn. Englendingarnir í sögu Achebes eru í rauninni í svipaðri stöðu og Voss sem reynir að leggja undir sig nýtt land. Sá er þó munur á að það mistekst hjá Voss, hann er drepinn af frumbyggjum, en Okonkwo styttir sér aldur vegna þess að hann getur ekki horfst í augu við að verða undirsáti nýlenduherranna, bæði í trúarlegum og veraldlegum skilningi. Í seinni tíð er mikið rætt um það í tengslum við heimsbókmenntir hver hafi umboð til þess að fjalla um og eigna sér tiltekin viðfangsefni. Umboðið verður ekki tekið af Achebe þó að hann hafi skrifað á ensku. Hann þekkir efnið sitt vel og forfeður hans voru þar persónur og leikendur þó að hann lýsi reyndar veruleika sem var að hverfa eða var jafnvel horfinn þegar hann óx úr grasi. Hann hefur því þurft að leggjast í rannsóknir sem kann að skýra af hverju efnið virðist niðursoðið, svolítið eins og ævintýri. Það var samt ekki sjálfsagt að fjalla um afrísk málefni í skáldsögu á þessum tíma. Á ráðstefnu nýverið heyrði ég ritlistarkennara frá Singapore segja frá því að nemendur hans skrifuðu gjarnan sögur sem gerðust í Bandaríkjunum. Kennarinn, sem er sjálfur frá Bandaríkjunum, undraðist þetta og þegar hann gekk á þau var honum sagt að þau hefðu séð bíómyndir frá Bandaríkjunum og þess vegna TMM_4_2018.indd 94 6.11.2018 10:22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.