Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 137
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 4 137
hóps, sem hann ekki tilheyrir ekki
(lengur)? Þetta getur orðið gríðarlegt
hitamál, ekki síst í samhengi síðlendu-
fræða, þaðan sem þessi spurning er
sprottin. Amerísk-indverski fræðimað-
urinn Gayatri Spivak opnaði hina fræði-
legu umræðu með greininni „Can the
subaltern speak?“ (1983) þar sem hún
bendir á að þeir sem verst eru settir í
indverska stéttasamfélaginu séu þaggað-
ir en fái einhverjir úr þeirra röðum rödd
og tækifæri til að berjast fyrir rétti
sínum séu þeir ekki lengur hluti hins
þaggaða hóps. Um þetta fjallar Sólveig
Ásta Sigurðardóttir meðal annars í
meistaraprófsritgerð sinni: „Landvistar-
leyfi í bókmenntaheiminum. Birtingar-
myndir innflytjenda í íslenskum sam-
tímaskáldsögum“ (2015).
Á flótta
Kristín Helga Gunnarsdóttir ræðst sem
sagt á garðinn þar sem hann er hæstur
með skáldsögunni Vertu ósýnilegur –
Flóttasaga Ishmaels (2017). Þar er sögð
saga fimmtán ára drengs frá Aleppó sem
tekst að flýja Sýrland og komast til
Íslands á fölsuðu vegabréfi. Von hans er
að geta sameinast vinum og fyrrverandi
nágrönnum sem hafa fengið hæli á
Íslandi. Hann er tekinn fastur á flug-
vellinum í Keflavík, fær að sameinast
vinum sínum í bili en við vitum ekki
hvað um hann verður í bókarlok. Það
veltur á tannlækninum sem á að skera
úr um það hvort hann er barn eða full-
orðinn.
Drengurinn heitir Ishmael og flótta-
saga hans hefst á því að húsið hans í
Aleppó er sprengt í loft upp, hann býr á
þriðju hæð og kemur til meðvitundar
handleggsbrotinn í rústunum. Afi hans
er eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifað
hefur af fyrir utan hann sjálfan, faðirinn
hefur nokkru áður verið fjarlægður af
útsendurum herstjórnarinnar og móðir-
in ferst í sprengjuárásinni ásamt yngri
systur Ishmaels.
Fjölskyldan er menntað og vel stætt
millistéttarfólk í einhverri fallegustu
borg Sýrlands og æska Ishmaels hefur
verið örugg og góð. Kristín Helga notar
oft endurlit til að draga upp mynd af
bakgrunni hans. Mestur hluti bókarinn-
ar fer þó í að lýsa flótta afans, Ishmaels
og Victors, vinar þeirra, frá Sýrlandi.
Leiðin liggur til Jórdaníu, þaðan til
Súdan og síðan til Egyptalands. Frá
Egyptalandi fara þeir á bátum yfir til
Ítalíu og bjargast naumlega. Alls staðar
á langri leið þeirra liggja grimmir
mannræningjar, þjófar og nauðgarar í
launsátri og mannvonskan er yfirgengi-
leg þó að gott fólk verði líka til að hjálpa
þeim félögum. Verst er samt ferðin yfir
Miðjarðarhafið og lesandi gleymir lýs-
ingunni á henni ekki í bráð og lengd.
Þar ferst afinn, fellur fyrir borð og með
honum ferðasjóður Ishmaels.
Eftir þetta áfall eru Ishmael og Victor
eins og veiðidýr, stöðugt á varðbergi og
hræddir við yfirvöld, enda réttlausir og
upp á aðra komnir uns þeir komast í
skjól í smábæ í Þýskalandi, þangað sem
för Victors er heitið. En Ishmael er ekki
kominn heim, hann þráir vini sína frá
Aleppó, stóru og hlýju fjölskylduna sem
líka flúði Sýrland en er horfin. Í ljós
kemur að hún hefur fengið hæli á
Íslandi og þar fer fram hliðarsaga sem er
fléttuð inn í flóttasögu Ishmaels uns
sögurnar mætast í lokin.
Noor og fjölskylda hennar
Fjölskyldan sem Ishmael leitar og finnur
hefur búið á hæðinni fyrir neðan hann í
Aleppó. Þau voru nánir fjölskylduvinir
og hann hefur alist upp með yngstu
dótturinni, Salí. Það er gælunafn henn-
ar, raunverulega heitir hún Salma, sem
hún hefur nú aðlagað að íslensku og
kallar sig Selmu. Eldri systir hennar
TMM_4_2018.indd 137 6.11.2018 10:22