Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 4 137 hóps, sem hann ekki tilheyrir ekki (lengur)? Þetta getur orðið gríðarlegt hitamál, ekki síst í samhengi síðlendu- fræða, þaðan sem þessi spurning er sprottin. Amerísk-indverski fræðimað- urinn Gayatri Spivak opnaði hina fræði- legu umræðu með greininni „Can the subaltern speak?“ (1983) þar sem hún bendir á að þeir sem verst eru settir í indverska stéttasamfélaginu séu þaggað- ir en fái einhverjir úr þeirra röðum rödd og tækifæri til að berjast fyrir rétti sínum séu þeir ekki lengur hluti hins þaggaða hóps. Um þetta fjallar Sólveig Ásta Sigurðardóttir meðal annars í meistaraprófsritgerð sinni: „Landvistar- leyfi í bókmenntaheiminum. Birtingar- myndir innflytjenda í íslenskum sam- tímaskáldsögum“ (2015). Á flótta Kristín Helga Gunnarsdóttir ræðst sem sagt á garðinn þar sem hann er hæstur með skáldsögunni Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels (2017). Þar er sögð saga fimmtán ára drengs frá Aleppó sem tekst að flýja Sýrland og komast til Íslands á fölsuðu vegabréfi. Von hans er að geta sameinast vinum og fyrrverandi nágrönnum sem hafa fengið hæli á Íslandi. Hann er tekinn fastur á flug- vellinum í Keflavík, fær að sameinast vinum sínum í bili en við vitum ekki hvað um hann verður í bókarlok. Það veltur á tannlækninum sem á að skera úr um það hvort hann er barn eða full- orðinn. Drengurinn heitir Ishmael og flótta- saga hans hefst á því að húsið hans í Aleppó er sprengt í loft upp, hann býr á þriðju hæð og kemur til meðvitundar handleggsbrotinn í rústunum. Afi hans er eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifað hefur af fyrir utan hann sjálfan, faðirinn hefur nokkru áður verið fjarlægður af útsendurum herstjórnarinnar og móðir- in ferst í sprengjuárásinni ásamt yngri systur Ishmaels. Fjölskyldan er menntað og vel stætt millistéttarfólk í einhverri fallegustu borg Sýrlands og æska Ishmaels hefur verið örugg og góð. Kristín Helga notar oft endurlit til að draga upp mynd af bakgrunni hans. Mestur hluti bókarinn- ar fer þó í að lýsa flótta afans, Ishmaels og Victors, vinar þeirra, frá Sýrlandi. Leiðin liggur til Jórdaníu, þaðan til Súdan og síðan til Egyptalands. Frá Egyptalandi fara þeir á bátum yfir til Ítalíu og bjargast naumlega. Alls staðar á langri leið þeirra liggja grimmir mannræningjar, þjófar og nauðgarar í launsátri og mannvonskan er yfirgengi- leg þó að gott fólk verði líka til að hjálpa þeim félögum. Verst er samt ferðin yfir Miðjarðarhafið og lesandi gleymir lýs- ingunni á henni ekki í bráð og lengd. Þar ferst afinn, fellur fyrir borð og með honum ferðasjóður Ishmaels. Eftir þetta áfall eru Ishmael og Victor eins og veiðidýr, stöðugt á varðbergi og hræddir við yfirvöld, enda réttlausir og upp á aðra komnir uns þeir komast í skjól í smábæ í Þýskalandi, þangað sem för Victors er heitið. En Ishmael er ekki kominn heim, hann þráir vini sína frá Aleppó, stóru og hlýju fjölskylduna sem líka flúði Sýrland en er horfin. Í ljós kemur að hún hefur fengið hæli á Íslandi og þar fer fram hliðarsaga sem er fléttuð inn í flóttasögu Ishmaels uns sögurnar mætast í lokin. Noor og fjölskylda hennar Fjölskyldan sem Ishmael leitar og finnur hefur búið á hæðinni fyrir neðan hann í Aleppó. Þau voru nánir fjölskylduvinir og hann hefur alist upp með yngstu dótturinni, Salí. Það er gælunafn henn- ar, raunverulega heitir hún Salma, sem hún hefur nú aðlagað að íslensku og kallar sig Selmu. Eldri systir hennar TMM_4_2018.indd 137 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.