Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 7
r
I. Arferði og’ alinenn afkoma.
Tíðarfarið á árinu 1935 var hlytt og að þvi leyti hagstætt, en lengst
at umhleypingasamt og úrkomusamt. Loftvægið á öllu landinu var
0,4 mni fyrir neðan meðallag. Meðalhiti ársins var 1,2° yfir meðallag,
irá 0,8° í Kvgd. og Grvk. til 1,9° í Hvk. og Rfh. Sjávarhitinn var 0,9°
yfir meðallag, frá 0,3° við Stykkishólm til 1,4° við Grímsey. Úrkoman
á öllu landinu var 17% yfir meðallag, yfirleitt í tæpu meðallagi á
Suður- og Suðvesturlandi, en um 37% meiri en meðallag á Vestur-,
Norður- og Austurlandi. Mest ársúrkoma mældist 2476 mm í Vík i
Mýrdal, en minnst 385 mm á Mælifelli í Skagafirði. Veturinn (des.
—marz) var yfirleitt hagstæður fyrri partinn (des.—jan.), en seinni
partinn (febr.—marz) var kalt með köflum (í febrúar) og óstöðugt.
Hitinn var til jafnaðar 2,3° yl'ir meðallag og úrkoma 29% meiri en
meðallag. Snjólagið var 8% minna en 5 ára meðaltal og haginn í góðu
nieðallagi. Vorið (apríl-maí) var kalt og óhagstætt til sumarkomu,
en úr því mjög gott og hagstætt. Hiti var til jafnaðar 1,9° yfir meðal-
lag og úrkoma helmingi minni en meðallag. Sumarið (júní— sept.)
var lengst af votviðrasamt og óhagstætt fyrir heyskap, en hey hirtust
þó yfirleitt með sæmilegri verkun. Lofthitinn var 0,6° yfir ineðallag og
úrkoma 40% meiri en meðallag. Sólskin í Reykjavík var 55 stundum
skemur en meðatal 12 undanfarinna sumra. Frostlaust var samfleytt
18 vikur, 1% viku lengur en 5 ára meðaltal, lengst 25Yi v. í Vin.,
skemmst 11% v. á Grst. Snjór kom ekki úr lofti í samfleytt 20% viku,
nærri 2 vikum lengur en 5 ára meðaltal, lengst 27% viku á Eyrb.,
skemmst 13% v. á Sandi i Aðaldal og Fgdl. Frá því síðast var alhvítt
að vori þar til fvrst varð alhvítt að hausti liðu 27% v., hálfum mánuði
lengur en 5 ára meðaltal, lengst 40% v. í Papey, skemmst 18% v. á
Skriðulandi í Skagafirði. Haustið (okt.—nóv.) var óstöðugt og úr-
komusamt, seinni partinn var þó hlýtt og fremur góð tíð. Hitinn var
1,0° yfir meðallag og úrkoman 35% meiri en meðallag. Snjólag var
9% minna en 5 ára meðaltal og hagi í góðu meðalagi.1)
Árið var að flestu leyti erfiðleikaár fyrir afkomu landsmanna og
þó einkum fyrir sjávarútveginn. Afli brást tilfinnanlega, bæði þorsk-
afli og síldarafli. Verð á saltfiski féll og enn, jafnframt því sem sala
hans tregðaðist. Veturinn víða erfiður fjárbændum, einkum norðan-
I) Yfirlitið yfir tíðarfarið er frá Veðurstofunni.