Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 10
8
Öxarfj. Fyrir landbændur var árið gott, enda hjá þeim öll ytri merki
um vellíðan. í sjóþorpinu Raufarhöfn var atvinna lítil og niðurstaðan
þar eigi g'óð. Þó engin neyð og langt frá þvi, enda leiðin hæg og töm
í hreppskassann. Árið fyrir þágu 70 manns meira og minna af sveit
í Presthólahreppi, og hélzt sú tala svipuð í ár, en hver þiggjandi komst
hærra en fyrr.
Þistilfí. Þreytandi óþurrkar, sem enduðu á því að búa bændur
hrapallega illa undir veturinn. Hófst hann líka erfiðlega með hleytu-
gaddi til landsins, sem hafði sínar afleiðingar, þegar fram á leið. Er
það eitt alvarlegasta mál bænda að vera svo settir, að fyrir fólksleysi
er þeim ómögulegt, ef nokkuð ber út af með tíðarfar að sumrinu, að
afla sér nægilegs fóðurs, svo að ekki verði að setja fénaðinn á í full-
kominn voða fyrir fóðurleysi, ekki sízt þar sem búast má við, að
hafísinn geti lokað öllum aðflutningum mikinn hluta vetrar, og kaup-
staðir nú alltaf birgðalausir um nýjár og reyndar alltaf, þegar vika
er liðin frá skipakomu. Við sjóinn gekk sæmilega, gæftir góðar og
afli bærilegur. En allt er dýrt, sem til þarf, og uppétningur mun verða
á því, sem fæst.
Vopnafí. Annað óþurrkasumar í röð, og urðu bændur, sem nærri
má geta, mjög illa undir harðan vetur búnir, svo sem nú er fram
komið, er þetta er skrifað. Afkoma þeirra, er sjó stunda, einnig mjög
erfið.
Hróarstungu. Allþröngt í búi hjá bændum, hvað matvörur snerti.
Og í ofanálag var sumstaðar bæði olíu- og eldiviðarlaust. Hafði eldi-
viður víða skemmzt um haustið sökum stórrigninga. Var heldur aumt
sumstaðar á að líta, þegar menn gátu ekki eldað ofan í sig og sátu
í köldum og dimmum húsakynnum. Sem betur fór, var þetta ekki
víða svona, en sást þó. En þrátt fyrir öll þau ósköp, sem gengu á
þenna vetur, er þó ekki hægt að segja, að nokkur hafi liðið veru-
legan skort.
Fljótsdáls. Afkoma manna er að því levti góð, að allir hafa nóg í
sig og á, þó að einstöku maður þurfi styrks við, þá eru það hreinar
undantekningar. Hins vegar er skuldabasl almennt.
Segðisfí. Afkoma og árferði með allra versta móti. Þrátt fyrir óáran
til lands og sjávar, býst ég þó ekki við, að hægt sé að segja, að enn
hafi verið tilfinnanleg vöntun á hrýnustu lífsnauðsynjum.
Noi-ðfí. Lélegt ár til lands og sjávar.
Regðarfí. Miklu verra en síðastliðið ár, hvað alla almenna afkomu
snerti. Aflaleysi, atvinnuleysi og síversnandi afkoma almennings, eink-
um í Eskifirði. Býst ég við, að nokkrir hafi liðið tilfinnanlegan skort
matvæla og klæðnaðar. Búskapur þorpsbúa, bæði í Eskifirði og Reyð-
arfirði, eykst árlega, samfara því sem daglaunavinna manna minnkar,
en sá búskapur er og verður í alla staði mjög erfiður. Lítið og óhent-
ugt land til jarðræktar.
Fáskrúðsfí. Fiskveiðar brugðust tilfinnanlega á árinu, og var því af-
koma miklu lakari en áður og viðurværi og aðbúð fólksins því lakari.
fíerufí. Afkoma í kauptúninu var mjög' léleg á árinu. Afkoma til
sveita mun aftur á móti hafa verið með betra móti.
Iíornafí. Afkoma sjómanna ill, en snerti að vísu tiltölulega lítið þetta