Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 15
13
úr héraðinu, aðallega í kaupstaði, en í öðru lagi er fæðingartalan
orðin mjög lág í sumuin sveitum.
Þistilfi. Veruleg fækkun í héraðinu. Mest munar þar um kauptúnið
Skála, sem helzt lítur út fyrir, að ætli að fara i eyði á fáum árum.
III. Sóttarfar og’ sjúkdómar.
Heilbrigði á árinu var i lakara lagi og sumstaðar óvenjulega slæm.
Ollu mestu faraldrar að inflúenzu, kikhóstn og mænusótt, enda mann-
dauði með meira móti. Kvillasamt var á Suður- og Vesturlandi, en
á flestum stöðum talin góð heilbrigði á Austurlandi, þar sem inflú-
enzan fór víða hjá. Að því er ráða má af dánartölunni, rénar berkla-
ueikin á árinu, en að krabbameinum virðist kveða svipað og undan-
farið.
Læknar Iáta þessa getið:
Skipaskaga. Framan af árinn frá jan. fram í miðjan júní, var heil-
brigði manna lakari én í fyrra. Var það aðallega af völdum kvefsótt-
ar, inflúenzu og kíkhósta. Frá miðjum júní til ársloka mátti heilsu-
farið heita ágætt.
Borgarfi. Heilbrigði með lakara móti.
Borgarnes. Það Ján hefir fylgt héraði mínu þetta ár, að næstum
engir hafa dáið nema þeir, sein voru orðnir svo hrumir, að dauðinn
mátti kallast eðlilegur.
Stykkishólms. Má segja, að mjög gott heilsufar hafi verið í hérað-
inu eftir að kikhóstinn var genginn hjá, en það var í september.
Bíldudals. Heilsufar almennt mjög gott.
Þingegrar. Árið mjög kvillasamt.
Flategrar. Kvillasamt var á árinu í meira lagi, og olli því mest
kikhósti, kverkabólga og inflúenza.
fsafi. Langmesta veikindaár, síðan ég kom í héraðið, enda mann-
dauði óvenjulega mikill, eða nær því þriðjungi meiri en árið á undan,
og ber mest á barnadauða.
Ogur. Mestan hluta ársins var hér nokkuð kvillasamt, enda rak
hver farsóttin aðra.
Hestegrar. Heilsufar fremur lélegt, samanborið við undanfarin ár.
Regkjarfi. Heilsufar með lakara móti vegna inflúenzu og kikhósta.
Hólmavilcur. Heilsufar með lakara móti, og valda því einkum in-
flúenza og' kikhósti.
Blönduós. Sóttarfar var með meira móti í héraðinu mestallt árið,
því að inflúenza, kikhósti og mænusótt náðu talsverðri útbreiðslu og
ollu manntjóni, auk þess sem taugaveiki stakk sér niður í Hallárdal.
Sauðárkróks. Á alllöngu tímabili fyrri hluta ársins var kvillasamt
mjög í héraðinu.
Hofsós. Heilsufar með lakara móti þetta ár.
Svarfdæla. Þegar frá eru skildir kikhóstamánuðirnir júlí og ágúst,
en þá gekk líka slæm kvefsótt og kveflungnabólga, inátti heilsufar