Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 18
1(5
Síðu. Smáfaraldur gerði vart við sig í nóvember og desember, en
lagðist létt á.
Mýrdals. Varð Iítið vart.
Rangáv. Gerði vart við sig í'Iesta mánnði ársins, en aldrei sem eigin-
legur faraldur.
Eijrarbakka. Hálsbólga kemur fyrir í hverjum mánuði. í febrúar
og' marz var eins og faraldur að henni hér í kaupstaðnum með tals-
verðri sóttveiki, þó ekki meira en svo, að lækna var lítið vitjað og
því fá tilfelli skráð.
Grímsnes. Aldrei faraldur og yfirleitt væg'.
Keflavíkur. Kverkabólga meiri og minni allt árið. Allslæm sérstak-
leg'a á eldra fólki.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II. III OS IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1926 —1935:
1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl......... 4799 5274 (»342 6720 10255 8549 9568 9112 9716 9829
Dánir ........ 9 3 3 5 5 ,, 2 1 3 1
Kvefár í meðallagi, miðað við síðastliðin ár. Faraldrar renna sum-
staðar saman við inflúenzu og nokkur ruglingur á, hvort kallað er.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Kvefsóttarfaraldur gekk í júní—ágúst samtímis kikhóst-
anum. Líktist sumstaðar inflúenzu, en fór hægt yfir.
Bíldudals. Varð vart allt árið, en aldrei neitt áberandi.
ísafj. Var hér alla mánuði ársins.
Ögnr. Aðeins einstök, strjál tilfelli. Gekk aldrei sem faraldur.
Hesteyrar. Nokkur tilfelli í ársbyrjun, en síðar aðeins eitt og eitt,
öll væg.
Hólmavíkur. Stakk sér niður öðru hvoru, eins og hennar er háttur,
en mun þó hafa verið í þyng'ra lagi.
Miðfj. Kvefsótt hefir verið talsvert mikil alla mánuði ársins, en mest
har á henni framan af árinu og aftur á miðju árinu, en ekki var hún
skæð.
Blönduós. Stakk sér niður öðru hvoru.
Hofsós. Gert vart við sig öðru hvoru.
Siglufj. Stakk sér niður við og við, en einna mest í febr., og aftur
í júní og' júlí.
Ólafsfj. Stakk sér niður flesta mánuði ársins, en ekki hægt að tala
um neinn faraldur.
Svarfdæla. Var væg fyrstu 3 mánuðina, en þyngdist, er kom fram i
apríl,1) lagðist þá þvngst á börn og unglinga, þar næst á vaxið fólk,
en sneiddi að mestu hjá miðaldra fólki.
Höfðahverfis. Gerði óvenjulega lítið vart við sig'.
Reykdæla. Enginn sérstakur faraldur.
1) Þá er inflúenza talin ganga i nágrannahéruðunum, en ekkert tilfelli skráð í
Svarfdælahéraði.