Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 19
17
Húsavíkur. Nokkurt kvef alla mánuði ársins, nema maí og júní,
en þá var hér inflúenza. Alltaf verst á hörnum.
Öxarfj. Kvefár var þelta mikið, einkum í samhandi við kikhóstann.
Sjálfstæður kveffaraldur var helzt í lok sept.—okt., ekki þungur.
Vopnafj. Gerði nokkuð vart við sig allt árið, eins og venja er til.
Fljótsdals. Var að flækjast hér alla mánuði ársins nema október.
Mjög'væg.
Seijðisfj. Stakk sér niður flesta mánuði ársins, en var meinlaus og
án fylgikvilla.
Norðfj. Árið hyrjaði með kveföldu, og' um miðsumarið kom önnur
talsverð skumpa. Haustið var líka kvefsælla en í meðallagi.
Reyðarfj. Með minnsta móti þetta ár.
Bcrufj. Hefir lítið orðið vart.
Hornafj. Faraldur í byrjun tveggja síðustu mánaða ársins.
Síðu. Barst hingað í austurhluta héraðsins í marz, sennilega úr
Hornafjarðarhéraði. Sjúklingarnir fengu háan hita, einkum hörn —
stundum um og yfir 40 stig — síðan kom kvef og oft harður hósti.
Mýrdals. Varð aldrei var við neinn verulegan kveffaraldur.
Vestmannaeyja. Einkanlega áberandi á vermönnum, sem koma úr
afskekktum byggðarlögum.
Rangár. Slæðingur af kvefi allt árið.
Eyrarbakka. A kvefsótt bar allt árið, en aldrei svo, að hægt hafi
verið að nefna það farsótt.
Grímsnes. Töluvert meira útbreidd en árið 1934.
Keflavíkur. Allútbreidd framan af, en rann svo saman við inflúenz-
una, sem kom á eftir. Yfirleitt var kvefið létt.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjúklingafjöldi 1926—1935 : 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl 71 26 17 6 9 14 103 1 68
Dánir 2 2 3 2 1 1 ,, >> >> 4
Barnaveiki gerði vart við sig i 4 héi 'iiðum, Rvík. , Ólafsvíkur, Þistilfj.
Og Eyrarbakka. Kvað mest að henni í Rvík, einkum í marz
-—apríl, og voru sum tilfellin illkynjuð. Virtist alvarlegur faraldur
yfirvofandi, en var kveðinn niður og sennilega fyrir víðtækar bólu-
setningar að tilhlutun hins opinbera, sem greinilega er lýst í síðustu
Heilbrigðisskýrslum.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvikur. Barnaveiki kom upp á Sandi 7.—9. desember. Eins og
áður er getið, hafði hálsbólga stungið sér niður i þorpinu um haustið
og veturinn, og var fyrst álitið, að hér væri um hana að ræða. En við
nánari rannsókn kom hið sanna í ljós. Við eftirgrennslun fundust
hvorki meira né minna en alls 13 sjúklingar á 10 heimilum, og 14.
desember voru þeir orðnir 17 á 11 heimilum alls. Þar sem það nú
vitanlega var miklum vandkvæðum bundið að framkvæma strangar
sóttvarnarráðstafanir innan kauptúnsins, sem hlutu að svifta marga
3