Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 23
21
bæ, 3 af öðrum og 5 af þeim þriðja. Voru allir sjúklingarnir, nema
einn, börn og unglingar. Mér leikur grunur á, að maður hafi legið í
taugaveiki þar seinni part sumars, og ekki ólíklegt, að frá honum hafi
vatnsból getað sýkzt. Annars eru þessi vatnsból afar illa sett og ógeðs-
lega umbúin. Rennur öll for og lögur af túnum að þeim, og annar
brunnurinn er við barminn á reglulegum drullupolli, sem tekur við
afrennsli margra túna. Hægt er að grafa brunn á góðum stað fyrir
þessa bæi og 3 aðra, og leiða vatnið þaðan í pípum í bæina og komast
þannig alveg hjá þessuin brunnum. Saur- og þvagrannsókn er í ráði að
gera, en torvelt að fá því framgengt, nema tekið sé úr öllum eyjarbú-
um. Kamrar eru engir í eyjunni.
Hornnfj. Kom hér síðast laust fvrir 1920, eftir því sem ég kemst
næst. Aftur á móti komu hér fyrir nokkur tilfelli af paratyphus 1931,
en síðan ekki.
Vestmannaeyjn. Hafðar ga>tur á sóttberanum O. B.-dóttur.
Keflavíkur. Sami smitberi og í fyrra. Hefir hann sérherbergi og
gengur að litivinnu.
8. Iðrakvef (gastroenteritis aeuta).
Tpflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafíöldi 1926 —1935:
1926 1927 1928 192!) 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl........... 1303 2158 2370 2515 2037 3138 2523 3200 1585 1790
IXánir ......... 5 „ „ 4 4 5 1 8 1
Um allþunga faraldra er getið í báðum Skagafjarðarhéruðunum og
á Siglufirði, en annars skrásett færri tilfelli 2 undanfarin ár en um
alllangan tíma áður.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Lítilsháttar gert vart við sig allt árið, en mjög vægt.
Rorgarfj. Enginn faraldur að þessu sinni né heldur 3 undanfarin ár.
Flategjar. Stakk sér niður öðru hvoru.
Bíldudals. Einkum vor og haust. Mun einkum stafa af matarbreyt-
ingum (hvalát, slátur).
tsafj. Var hér nærri því alla mánuði ársins, og bar mest á veikinni
i börnum.
Ögur. Enginn faraldur.
Hesteyrar. Örfá væg tilfelli.
Hólmavikur. Stingur sér niður, en er vægt.
Miðfj. Aðeins örfá tilfelli, öll væg.
Rlönduós. Hefir öðru hvoru gert vart við sig.
Sauðárkróks. Illkynjað iðrakvef gekk yfir eins og faraldur síðustu
- mánuði ársins, en stakk sér einnig niður aðra tíma ársins.
Hofsós. Gerði mikið vart við sig í lok ársins. Sjúklingar, sem hafa
verið margir, hafa verið illa haldnir með háum hita og miklum
þrautum.
Siglufj. Gerði talsvert vart við sig mánuðina sept., okt. og nóv., og
•agðist allþungt á suma.
Svarfdæla. Aldrei varð að því faraldur.