Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 24
22
Húsavíknr. Fá tilfelli og flest væg.
Fljótsdals. Aldrei sem faraldur.
Seyðisfí. Gerði lítið vart við sig.
Reyðarfí. Enginn faraldur og engin þung tilfelli.
Rerufí. Hefir mjög Iítið orðið vart.
Hornafí. Á þessu ári 2 smáfaraldrar.
Mýrdals. Leituðu mín venju fremur fáir með þenna kvilla.
Rangár. Stakk- sér niður öðru hvoru, en aldrei svo að heitið gæti
eiginlegur faraldur.
Eijrarbakka. Tilfellin í fæsta lagi.
Grímsnes. Gerði mjög litið vart við sig.
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafíöldi 1926—1935 :
1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl......... 3114 1993 5090 7110 1163 7362 12cS2 6578 670 11229
Dánir ........ 23 7 17 21 5 22 1 14 6 23
Árið var mikið inflúenzuár, og gekk inflúenzan um allt land nema
um nokkurn hluta Austfjarða. Varð nokkuð samtímis um allt land,
hefst fyrir alvöru í marz, nær hámarki í apríl og er að mestu urn garð
gengin í júni—júlí. Veikin var með þyngra móti og manndauði í
meira lagi.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Barst hingað í héraðið laust eftir miðjan marzmánuð
með milliflutningabát þeim, er héðan gengur til Reykjavíkur, og flutti
þá farþega á milli því nær daglega. Mátti heita, að hún kæmi jafn-
snemma í sveitirnar og i kauptúnið. Breiddist hún óðfluga út um hér-
aðið og' hagaði sér líkt og 1933, að á sumum bæjum lagðist hvert
mannsbarn, en á öðrum aðeins 1—2. í þetta sinn var hún öllu þyngri
en þá, einkum á börnum, enda var hún langtíðust á þeim og unglings-
fólki til 30 ára aldurs. Fylgikvillar jieir sömu og venjulega, hlóðnasir,
eyrnabólga og fáein tilfelli af kveflungnabólgu. Náði hámarki sínu í
aprílmánuði, en þá stóð vertíðin sem hæst, og hlífðu sjómenn sér þá
lítt, — urðu því margir lengi að ná sér aftur. Laust fyrir miðjan maí-
mánuð var veikin um garð gengin.
Borgarfí. Barst hingað í april og fór geyst í fyrstu. Á einu fvrsta
heimilinu, sem veikin kom á, lögðust allir heimilismenn samtímis,
en hjónin fengu hæði þunga kveflungnabólgú.
Borgarnes. í marzmánuði fór inflúenza að gera vart við sig. Var
hún að læðast úm héraðið fram í júní, og var þetta slæm pest, er
lék hörn hart. Fengu allmörg lung'nahólgu.
Ólafsvíkur. Inflúenza koin i héraðið í maí og gekk fram í júlí.
Lungnabólgu í sambandi við hana fengu 5 sjúklingar.
Stykkishólms. Inflúenza harst hingað frá Reykjavík í byrjun apríl-
mánaðar og þá með Esju. 3 menn lögðust þegar eftir komu skips-
ins. Mín var vitjað á öðrum degi, en þá hafði veikin borizt í nokkur
hús, svo að eigi var unnt að hefta útbreiðslu hennar. Veikin mátti