Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 25
teljast væg, en breiddist ört út og var horfin úr héraðinu um mánaða-
niótin. Engin eftirköst og ekkert dauðsfall.
Daln. Fór víða og sýkti marga. Fengu margir upp úr henni lungna-
kvef og 4 kveflungnabólgu, sem leiddi einn sjúlding til dauða. Inflúenz-
an kom, eins og oftast áður, snemma að vorinu inn í héraðið og
stóð yfir fram yfir slátt.
Reykhólct. Gekk í maímánuði um allt héraðið.
Flateyjar. Koin hingað í marzmánuði frá Reykjavík, var væg, en
tók marga.
Bíldudals. Gekk í apríl júlí, einkum í maí. Var væg. I sambandi
við hana komu nokkur lungnabólgutilfelli.
Dingeyrar. Barst í héraðið i maímánuði frá Reykjavík. Fór fremur
dræmt yfir, en varð all-víðtæk. Mun hafa borizt um megnið af hér-
aðinu. Yfirleitt vægari en í meðallagi og fylgikvillalítil. 2 sjúkl-
ingar fengu bronchopneumonia. Varnir gegn innflutningi í héraðið
voru reyndar, en urðu árangurslausar.
Flateijrar. Gerði talsvert vart við sig fyrri hluta ársins, en var væg
nema þar, sem henni lenli saman við kikhóstann.
Hóls. Tók að gera vart við sig i aprílmánuði, hélt áfram í maí, en
flestir veiktust í júní. Varla virtist þessi kvefpest eins bráð eins og
vant er að vera í inflúenzufaraldri. Sumir sjúldingar fengu töluvert
lungnakvef og urðn nokkuð þungt haldnir með háum sótthita.
Isafj. Kom hingað frá Reykjavík í marzmánuði. í apríl veikjast
flestir, í maí fer veikin að réna, og í júní er hún sama sem búin. Veikin
lagðist mjög þungt á fólk, en þó sérstaldega á börn. Fylgdi henni hár
hiti, og fjöldi fékk þungt lungnakvef, sem tók langan tíma að lagast.
7 sjúklingar fengu lungnabólgu upp úr inflúenzunni.
Ögur. Barst hingað í april og fór.hratt yfir héraðið, enda jjótti ckki
gerlegt að hefta útbreiðslu hennar, þar sein hún var í alglevmingi á
Isafirði. Náði hún hámarki þegar í byrjun maímánaðar og var al-
gerlega um garð gengin um miðjan júlí. Lagðist hún mjög misþungt
á fólk, þyngst á þá, sem skeyttu henni litið, en langbezt sluppu þeir,
sem lögðust í rúmið þegar í stað og gættu allrar varúðar. Tiltölulega
fáir sluppu alveg. Fjölda mörgum sló niður aftur, sumum jafnvel
hvað eftir annað. FylgikviIIar voru ekki óalgengir, sérstaklega otitis,
hmgvarandi neuralgíur og máttleysi. Voru margir mjög lengi að ná
sér aftur til fulls. 2 lasburða gamahnenni dóu úr veikinni.
Hesteyrar. Inflúenza barst hingað í april og 'náði fljótt ntikilli út-
hreiðslu. Flest tilfelli eru skráð í maímánuði, rénar mjög í júní og
verður ekki vart eftir byrjun júlímánaðar. Lagðist allþungt á suma.
Hódmavíkur. Inflúenza barst hingað snemma í marz og gekk víða
uni héraðið fram í maímánuð. Var hún, eins og víðar á landinu, all-
svæsin, tók marga og lagðist þungt á. Fengu margir kveflungnahólgu
samfara veikinni, og dóu 2 úr henni. Hlustarbólga var og tíður fylgi-
kvilli með veikinni, og gróf í mörguin, svo að heyrn spilltist.
Miðfj. Kom hér í apríl og breiddist nokkuð út, en var væg.
Blönduós. Barst inn í héraðið um vorið og gekk fram í sláttubyrjun.
* sambandi við liana komu fyrir 12 tilfelli af kveflungnabólgu og 2
ut taksótt, og urðu þau 2 rosknum mönnum að bana.