Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 33
:si
Ólafsvík 81 barn, Sandi B7, Breiðavíkurhreppi 38 börn, ails 181 barn.
Árangur bólusetningarinnar varð ekki skráður í einstökum atriðum,
þar eð reynslan varð sú, að börnin fengu veikina eftir sem áður.
. Þó er þess að geta, að veikin varð væg í Ólafsvík, — fá börn urðu
þungt haldin. A Sandi var veikin mun þyngri vfirieitt, en þó ekki
nieð þyngra móti. Aftu.r á móti varð hún allþung í Breiðuvík og
Beruvík. Hin skráðu tilfelli, alls 50, eru auðvitað þau, sem þyngst
voru. Af þeim voru 21 á Sandi, 13 í Olafsvík, en 1(5 annarsstaðar. Það
sýnir töluverðan mismun á veikinni í Ólafsvík og á Sandi, ekki sízt
þegar þess er gætt, að Ólaísvík er læknissetrið og' hægt um vik að ná
til læknis. A hinu bólusetta svæði kom veikin fyrst upp í Breiðu-
vík, eða um 2 vikum eftir síðari bólusetninguna, en um sama leyti
á Sandi og í Ólafsvík, — breiddist ])ó öllu fyrr út á Sandi. Ef á
annað borð er hægt að ráða í nokkurn árangur af bólusetningunni,
þá verður hann helzt sá, að hún hafi dregið dálítið úr veikinni, eink-
um þar sem lengst var liðið frá bólusetningu þangað til veikin kom
fram.
Stykkishólms. Barst hingað í lok apríl og kom frá Reykjavík. Barst
veikin út urn héraðið, sumpart héðan, en sumpart með sýktu fólki
frá Reykjavík til Grundarfjarðar. Yngsti sjúklingurinn var 10 vikna,
en sá elzti (50 ára. Veikin lagðist ekki þungt á l'ólk, fylgikvillar voru
fáir og léttir, og mannslát af völdum veikinnar varð ekkert. í lok
maímánaðar bólusetti ég 75 börn i Stykkishólmi og síðari hluta júní
125 börn í Stykkishólmi, Helgal'ellssveit og Eyrarsveit. Eftir aldri
skiptast þau:
¥rj ára til 1 árs voru 35 börn. Skammtúr 0,2 0,4 0,7 ccm
2 — — 5 -— 82 — 0,4 0,7 1,0 —
(5 — — 10 — — 69 — — 0,4 0,7 1,0 —
11 — 15 '— — 11 — 0,4 0,7 1,0 —
1(5 — — 17 _ — 3 — 0,4 0,7 1,0 —
Öll börnin voru sprautuð þrisvar sinnum með 2 ‘ 1 daga milli-
bili. Við athugun á árangri al' bólusetning unni ber að taka tillit
til sýkingarmöguleika barnanna áður en þau eru sprautuð, um
þær mundir sem bólusetningin fer fram og næstu daga á eftir. Árang-
urinn skal því einungis dæmast cltir hundraðshluta hinna spraut-
uðu barna, eftir að þau hafa verið dregin frá, sem sannanlegt er að
hafa verið búin að taka veikina, er þau voru bólusett, en veikin aðeins
ókomin fram. Hér í Stykkishólmi er [>að alveg víst um (5(5 börn, sem
draga má frá, því að kikhósti kom fram í þeim 3—9 dögum eftir bólu-
setningu. Verða þá eftir 134 börn, og af þeim veiktust síðar 85. Eru
þá eftir 49 börn, sem ekki fengu kikhósta, en voru bólusett. 4
þeirra áttu heima á mjög afskekktum bæ, og því lítt hugsanlegur
smitunarmöguleiki. Dreg ég þau því einnig frá, svo að eftir verða
45, sem daglega umgengust kikhóstabörn, en fengu eigi kikhósta.
Að hve miklu leyti ber að þakka bólusetningunni, að þessi börn fengu
eigi veikina, er ekki gott að segja með vissu, en líkindi eru til, að
uokkuð hafi hún hjálpað. Við athugun á þunga veikinnar, meðal
hinna bólusettu og óbólusettu, virðist mér sem hin bólusettu slyppu