Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 34
betur í flestum tilfellum. Hóstinn var ekki eins svæsinn, og skorp-
urnar stóðu skemur (athuganir á heimilum, þar sem voru hæði
bólusett og óhólusett börn með veikina). Þess skal að lokum getið,
að ÖIl þau hörn, sem fengu ekki kikhóstann, en voru l)ólusett, höfðu
eigi fengið hann áður. Arangurinn verður því sá, að 33,7% losna
við veikina.
Daln. Breiddist minna út en áhorfðist í byrjun, hvort sem það má
að einhverju leyti þakka hólusetningu, sem gerð var á flestum ungum
börnum i (i hreppum sýslunnar. Bólusetningin virtist lítið draga úr
veikinni hjá þeim hörnum, sem smituð voru áður en þau voru bólu-
sett, og ekki virtist vörnin koma að fullu gagni fyrr en nokkur tími
var liðinn frá bólusetningu (ca. 2—3 vikur).
Reykhóla. í ágústmánuði kom kikhósti á einn hæ (vestasta bæinn
í héraðinu), en breiddist ekki út. Var reynt að forðast veikina, og
kom hún ekki viðar í héraðinu, jafnvel þótt hún gengi í öllum ná-
grannahéruðum.
Flateyjar. Barst í héraðið í maílok. Mun hafa komið með pilti af
Barðaströnd frá Reykjavík. Varð veikinnar fyrst vart í húsi einu hér
á staðnum og samtímis í Hergilsey. Rétt þar á eftir í Bjarneyjum og
á 2 bæjum á Múlanesi. Síðustu tilfellin skráð í júlí hér í Flatev. 2 börn,
annað í Hergilsey, en hitt á Hamri á Múlanesi, urðu talsvert þungt
haldin, fengu samt fullan hata, og má víst þakka því, að þetta var
á hlýjasta tíma ársins. I Flatev voru öll börn bólusett gegn kikhósta.
Bíldudals. Barst hingað í nágrennið, í Auðkúluhrepp í Þingevrar-
héraði, í júnímánuði, með stúlku frá Siglufirði. Fékk ég þá vaccine
frá Rannsóknarstofu Háskólans og sprautaði 26 börn, öll hér í Bíldu-
dal. Hirigað kom veikin fyrst í ágúst úr Auðkúluhreppi. Veiktist þá
eitt barn í Bíldudal og annað á næsta l)æ. A háðum þeim heimilum
voru ekki aðrir, er líkindi var til, að tekið g'ætu veikina. Var þá gerð
tilraun til að einangra þessi börn, og tókst það svo, að veikin breidd-
ist ekki út þaðan. Um það leyti kallaði ég á fund húsráðendur og
einkum húsmæður i Bíldudal. Skýrði ég fyrir þeim, hvernig kikhóst-
inn hagar sér, hvers væri að gæta með sjúku hörnin, en einkum þó,
hvernig takast mætti að forðast veikina, með því móti, að einangra
börnin áður en þau sýkjast, meðan veikin gengur í nágrenninu. En
þá voru hér óvíða fleiri en 1 —2 börn, er líkindi var til, að gætu
sýkzt á sama heimili. Þetta tókst Iengi vel, og var um tíma útlit fyrir,
að sóttin mundi ganga hjá. En þá var það seint í nóvember, að kona
ein úr Reykjavík, er dvalið hafði um sumarið ineð 2 börnum
sínum í Auðkúluhreppi, kom hingað með börnin kikhóstasjúk og
heið hér nokkra daga eftir skipi á leið til Reykjavíkur. í húsi því,
er börnin dvöldu i, var ekki talið, að neinn væri, er tekið gæti veik-
ina. En seinna kom þó í ljós, að stúlka ein fullorðin veiktist, og sann-
aðist, að hún hafði ekki fengið kikhósta fyrr. Eftir það breiddist
kikhóstinn út um Bíldudal og Dalahrepp. Enn þá (15. febr.) eru þó
nokkur ungbörn, er tekizt hefir að verja, og það þó að sum þeirra
eigi heima i sama húsi og kikhóstasjúklingar. Yfirleitt hefir veikin
verið væg, enginn dáið, en einstaka hefir fengið lungnabólgu upp úr
kikhóstanum. Ekki get ég séð þess merki, að vaccine-innspýtingin