Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 37
Og var slæmur i.sumar og' fram á haust. Fjöldi barna var bólusettur,
en ég læt ósagt um árangur af því.
Siglufí. Barst hingað í maí og gekk aðallega yfir í júní og' júlí. Mörg
börn fengu lungnabólgu, en 5 dóu. Læknar bólusettu fjölda barna
gegn kikhóstanum með bóluefni frá Rannsóknarstofu Háskólans. I
sumum tilfellum virtist það bera nokkurn árangur, en í mörgurn eng-
an, og skal því ódæmt Iátið um ágæti þessarar Iæknisaðgerðar.
Ólafsjj. Barst hingað, að því er ég bezt veit, með fjölskyldu, sem
fluttist hingað frá Vestmannaeyjum, í maímánuði. Þóttist hún öll
hafa verið búin að fá kikhósta áður, svo að enginn varaðist fyrr en
eitt systkinanna var búið að fá veikina og smita svo út frá sér, að
ekki tókst að stöðva veikina. Hún breiddist út um allt héraðið og
tók undantekningarlítið öll börn og ungling'a. Veikin var í mörgum
tilfellum slæm, og dóu 6 börn úr henni eða afleiðingum hennar.
Svarfdæla. Fór að verða vart snemma i júlí á Dalvík og Upsaströnd,
barst þangað frá Akureyri og Siglufirði. Var veikin allþung á börn-
um, er á mánuðinn leið og í ágústmánuði, og olli því mest kvefsóttar-
faraldur, er þá gekk og mörg börnin fengu í viðbót. í júlí barst og
kikhóstinn á 5 heimili í Svarfaðardal og í ágúst og september
nokkru fleiri. Í ágúst kom svo kikhóstinn upp í Hrísey, en varð þar
aidrei mjög útbreiddur, enda hafði hann gengið þar fyrir fáum árum.
I september fór kikhóstinn mjög þverrandi, og komu úr því aðeins
stöku tiifelli fyrir til áramóta, það síðasta í desember á Árskógs-
strönd, en sú bvggð hafði varizt þangað til. Þar voru og' þá nokkrir
að rir sjúklingar með grunsamleg'a langvinnt kvef og hósta, sem al-
drei fengu greinileg kikhóstaeinkenni, en gat þó verið, að hefðu kik-
hósta, er ef til vill hefði verið vægur og atypiskur vegna kikhósta-
bólusetningar, sem gerð var í júlí á flestum eða öllum þeim börnum,
sem hér var um að ræða. Hins vegar get ég' ekki séð, að börn, sem
bólusett voru hér á Dalvík, fengju veikina síður eða vægari en óbólu-
sett börn, en það gat stafað af því, að mörg, ef til vill flest þeirra,
hafi þegar verið orðin smituð, er hólusetningin fór fram. Verður ekk-
ert fullyrt um gagn eða gagnsleysi kikhóstabólusetningar af þeirri
i’eynslu, sem um þær fékkst í þetta sinn, en bent gæti það þó á áhrif
til gagns, að kikhóstinn á Árskógsströnd hefir líka eftir áramótin
verið mun vægari en á Dalvík og' Upsaströnd í sumar, og gekk þó
líka nú slæm kvefsótt yfir jafnframt honum. 2 börnum varð kik-
hóstinn að hana, — var annað þeirra aðeins fárra vikna. Á háðum
i'eið kveflungnabólga baggamuninn.
Höfðahverfis. Veikin barst hingað með dreng sunnan úr Reykja-
vík. Eru 3 sjúklingar skráðir, en sennilega hafa 4—5 sýkzt auk
þess. í héraðinu bólusetti ég' 19 börn og auk þess 29 í Hrísey. En um
árangur af því get ég ekkert sagt hér í héraðinu, því að ekki reyndi
neitt á, þar sem veikin breiddist ekki út.
Reykdæla. Barst í héraðið austan úr Kelduhverfi með unglingum,
er fóru þangað skemmtiferð og kom upp samtímis á 2 bæjum
} Reykjadal. Áður höfðu flest öll börn verið J)ólusett til varnar. Veik-
in væg. Flest yngri börn fengu sog', engin lungnabólgu.