Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 40
38
er ég' sá það, litlu áður en það dó. Það revndist óhjákvæmilegt
að halda sjúklingum sem mest inni og frá súgi. Bezt held ég hafi
verið að nota engin lyf, en ekki var því að heilsa, að svo væri gert,
og þóttust margir sjá hinn ágætasta árangur af hinu og þessu.
Auðvitað er hægt að draga úr hóstanum með codeini etc., en það er
g'agnslaust til langframa og hefndargjöf á endanum.
Þistilfj. Kikhóstinn barst inn í héraðið á 3 stöðum. Fyrst mun
hann hafa komizt að Skeggjastöðum á Strönd í apríllok og' breiddist
þar út til bæjanna austan Hálsa og Bakkafjarðar. Dó þar eitt barn
á 1. ári. Þá barst hann til Skála og Þórshafnar 14. maí með Esju.
Á Skálum uppgötvaðist það fljótt, hver kominn var, og breiddist
hann lítið út þaðan og gerði ekki alvarlegan óskunda. í Þórshöfn
var hann mjög' vægur á þeim, sem fyrst færðu hann hingað, og grun-
aði víst ekki viðkomendur sjálfa, hvað að var. En vegna þess að bú-
izt var við honum á hverri stundu, þá var hafizt handa um spraut-
anir til varna. Voru sprautuð um 70 börn hér. En rétt að því lolcnu
gaus hann upp um allt, og virtist mér sprautunin koma að litlu haldi,
a. m. k. dóu 2 börn á 1. ári (bronchopneum.), en þótt hann væri
yfirleitt ekki þungur á börnunum, þá er þess að gæta, að hann var
það ekki heldur á Skálum, þar sem ekkert var aðhafzt. Annars virt-
ist kvefpest slá sér saman við hann, sérstaldega í júlí—ágúst, þegar
hann var að réna aftur, og urðu börnin þá mörg hvað veikust, enda
dóu þá þessi 2. Fengu mörg bronchitis, og voru sum lengi milli
heims og helju, þó að betur reiddi af en áhorfðist um tíma. I Þistil-
firði voru u.m 30 börn sprautuð, og þó að það yrði ekki full vörn, þá
býst ég' við, að töluvert gagn hafi orðið að. Þar var hann mjög vægur
á þeim, sem hann fengu.
Vopnafj. Mun hafa gert fyrst vart við sig í júnímánuði og borizt
þá inn í sveitina austan úr Jökulsárhlíð. Siðar eða í ágúst virðist hann
hafa borizt inn i þorpið með mönnum, sem komu á vélbát norðan af
Raufarhöfn. Flest kikhóslatilfellin eru skráð í september og' október,
enda var hann þá svo að segja kominn um allt héraðið. Veikin var
yfirleitt mjög væg, eftir því sem um er að gera með þann sjúkdóm.
Dauðsfall varð ekkert af völduin kikhóstans, og læknir varð ekki
var við nema aðeins 2 tilfelli verulega alvarleg. Bólusetning var
reynd, og voru bólusett alls 28 börn í þorpinu. Um árangur er erfitt
að segja. Svo virtist sem bólusetningin drægi nokkuð úr sjúkdóms-
einkennum á þeim börnum, sem ekki voru þá þegar smituð, en alls
ekki, að því er virtist, á börnum, sem smituð voru eða sjúlt orðin.
Hróarstungu. Kikhósti gekk uin allt héraðið um sumarið og fram
eftir hausti.
Fljótsdals. Fluttist hingað í júlí neðan úr fjörðum. Veikin var væg-
Fólk reyndi að verja sig, svo að útbreiðslan hefir ef til vill þess vegna
verið minni. 21 barn var bólusett með kikhóstabóluefni frá Rann"
sóknarstofu Háskólans. Þar af sýktust 2 á sama heimili, bæði mjog
vægilega. A hin heimilin, sem voru 7, kom veikin ekki. Enginn do
úr veikinni.
Seyðisfj. Barst hingað í kaupstaðinn með barni frá Norðfirði i
byrjun júlí. Var þá þegar hafizt handa um bólusetningu, en Þar