Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 46
44
23. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur ii, iii og iv, 2: 3.
S júklingafjöldi 1920—1935:
1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúld 2 12 4 8 9 11 81 3 7 300
Dánir 2 3 6 1 1 i y 15 1 1 29
Mænusótt gelvk víðar yí'ir og sýkti fleiri en dæmi eru til síðan í
faraldrinum mikla árið 1924, en mikið vantar á, að veikin væri nú
eins mannskæð og' þá (1924: 89 mannslát). Veikinnar varð vart í
rúmuin helmingi læknishéraðanna. Heilir landshlutar sleppa alveg,
þannig allt Vesturland Irá Borgarfirði lil Súgandafjarðar og austur-
og' suðurströndin frá Sléttu suður í Rangárvallasýslu að Vestmanna-
eyjum meðtöldum, en að undanteknum nokkrum tilfellum í Fljóts-
dalshéraði, á Seyðisfirði og Revðarfirði. Er áberandi, að yfirleitt leggst
veikin mest á hin sömu svæði og í faröldrunum 1924 og 1932 (Reykja-
vík og grennd og Norðurland) og sneiðir aðallega hjá hinum sömu
landshlutum og' j)á, þó að nokkrar undantekningar séu.
Vegna styrkveitinga úr ríkissjóði til Iæknishjálpar sjúklingum,
sem hlutu verulegar lamanir í þessum mænusóttarfaraldri, lig'gja
fyrir upplýsingar um slík eftirköst. Höfðu 30 þ. e. 10% hinna skráðu
sjúklinga lamazt svo verulega, að kostnaðarsamrar læknishjálpar
þyrfti að leita.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskagn. Kom hér tvisvar fyrir. Hér á Akranesi veiktist 10 ára
stúlka, aðkomandi úr Reykjavík, snögglega með háum hita, 40 st.,
anginösum og gastrointestinal einkennum og áköfum höfuðverk á
köflum. Eftir 2 daga fór að bera á lömunum í vinstra fæti í m.
quadriceps og' peroneus. Rúmum (4 mánuði síðar veiktist 8 ára
drengur að Dægru í Innri-Akraneshreppi, og voru lamanir þegar
orðnar g'reinilegar, bæði á fótum og handleggjum. Heimilið var ein-
angrað — barni á 1. ári komið fyrir á næsta bæ, og tók það ekki
veikina. Engar samgöngur höfðu verið á milli þessara heimila, svo
að um smitun þeirra á milli gæti verið að ræða, en á síðara heimilið
hafði kona úr Reykjavík komið og gist þar. Þykir sennileg'ast, að
hún hafi verið smitberinn, því að 7 dögum eftir að hún fór, veiktisit
drengurinn.
Borgarfj. 4 ára telpa sjditist í september. Fékk lamanir á báð-
um fótum. Ekki var unnt að rekja upptök veikinnar með nokkurri
vissu.
Flatcgrar. 2 tilfelli af mænusótt komu fyrir á árinu, bæði á
Suðureyri. Annað barnið dó á 3. degi, en hitt fékk Erhs-lömun,
án nokkurra veikinda.
Hóls. Á veikinni tók að hera í ágústmánuði. Fyrsti sjúklingurinn
veiktist meðan ég var staddur í Reykjavík, og hafði hann verið flutt-
ur á sjúkrahús Isafjarðar, þegar ég kom heim. Hafði barn þetta haft
miklar lamanir. Af þeim 4 börnum, sem veiktust í september,
fengu 2 facialisparalysis. Náði annað sér aftur til fulls að kalla má,
en á hinu ber ennþá á skekkju í andliti, er það brosir eða grætur.