Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 51
49
fjölskyldu, sem kom til sumardvalar. Sýktust 8 börn af 11 á sama
bænum (2 heimili), öll mjög vægt. í október sýktust 2 börn á heimili
skammt þaðan, og dó annað þeirra á 1. sólarhring. Loks sýktust 2
nemendur i Laugarvatnsskóla og eitt barn á bæ í nágrenni hans og
lömuðust allir þessir sjúklingar lítið eitt.
Keflavíknr. í september varð vart eins tilfellis af mænusótt í Kefla-
vík með peroneuslömun. (Ekki skráð'). Sjúklingurinn var einangr-
aður, og varð veikinnar ekki meira vart.
24. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafiöldi 1929—1935:
1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl.......................... 21 71 66 112 181 218 140
Læknar láta þessa getið:
Borgarfi. Fylgdi veikinni þrálát eitlabólga undir kjálkabörðum.
ísafi. Eitt og eitt tilfelli á stangli, börnin verða oft mikið veik, fá 40
stiga hita og horast mikið vegna þess að þau geta ekki nærzt.
Sighifi. Stakk sér niður við og við.
Húsavíkur. St. ulcerosa er ekki fágæt meðal pelabarna og eldri
systkina þeirra, sem stelast í pelann. Stundum faraldur af mildu al-
varlegri munnbólgu.
Rey&arfi. Árlega nokkur tilfelli.
Eyrarbakka. Stomatitis-farsótt gekk um sumarið á börnum og jafn-
vel á fullorðnum.
25. Hlaupabóla (varicellae).
Töflui' II, III og IV, 25.
Sjúklingafiöldi 1926—1935 :
1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935
Sjúkl........ 156 143 198 157 101 184 201 351 315 178
Læknar láta þessa getið:
Mi&fi. Þessi kvilli mun hafa stungið sér víða niður. Mér þykir rétt
að geta þess, að á einu heimili fékk konan herpes zoster, en börn
hennar fengn litlu síðar varicellæ. Þau höfðu að vísu haft tækifæri
til að sinitast af hlaupabólusjúklingi.
Blönduós. Kom fyrir á Kvennaskólanum og einu barnaheimili í
inarz og apríl.
Reykdæla. Kom í héraðið frá Húsavík með dreng, er gisti þar um
nótt. Meðgöngutími 16—17 dagar. 4 tilfelli skrásett.
Húsavíkur. Kom aðeins fyrir í jan. og febr. í febrúar var sumt af
sjúklingunum fólk um og yfir 20 ára, en það hefir verið fágætt áður
• þessu héraði.
Nor&fi. Var áreiðanlega talsvert útbreidd undir árámótin, þó ein-
ungis 2 sjúklingar séu skráðir, því að ég heyrði talað um faraldur
að henni. Þar á meðal höfðu skólabörn víst nokkur forföll vegna
hennar. Allt voru þetta væg tilfelli.