Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 52
50
ReijðarJJ. Gekk sem faraldur í marzmánuði með slæmri líðan
barnanna.
Vestmannaeyja. Stingur sér niður.
Auk framangreindra sótta geta læknar um þessar farsóttir:
Angina Plaut-Vincent: Hennar er aldrei getið nema í Reykjavík,
sennilega fyrir það, að annarsstaðar er ekki eftir henni leitað með
smásjárrannsókn. sem þó er hverjum lækni auðveld. Á árinu er getið
á mánaðarskrám úr Rvík 9 tilfeila: barn 10—15 ára: 1; 15—20 ára:
kona 1, karl 1; 20—30 ára: karlar (5.
Anthrax: Miltisbrandur ko.m upp í nautgripum í Skánev í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði í septembermánuði. Einn maður, 20—30 ára,
fékk pustula maligna á handlegg.
Herpes zoster: Þessa kvilla er nú getið á mánaðarskrám úr 13 hér-
uðum: Rvík, Skipaskaga, Borgarfj., Patreksfj., Þingeyrar, ísafj.,
Hólmavíkur, Blönduós, Siglufj., Ólafsfj., Svarfdæla, Akureyrar og
Mýrdals. Dreifast tilfellin á alla mánuði ársins, eru samtals 72, fæst
einn í héraði og hæst 8 nema í Rvík 41, og skiptast þannig niður
eftir aldri og kynferði: börn 1—5 ára: 3, 5—10 ára: 3, 10—15 ára:
3; 15—20 ára: karlar 8, konur 5; 20—30 ára: karlar 16, konur 4;
30—40 ára: karlar 6, konur 1; 40—60 ára: karlar 5, konur 4: yfir 60
ára: karlar 11, konur 3.
Pleuritis sicca: í Rvík eru taldir á mánaðarskrá (okt.) 3 sjúklingar
20—30 ára: konur 2 og 40- 60 ára: karl 1, og verður ekki séð, hvort
um stingsótt hefir verið talið að ræða eða ekki.
Otitis media epidemica: Faraldurs að miðeyrabólgu er getið í Hólina-
víkurhéraði, og eru taldir á mánaðarskrám i apríl—júní 8 sjúkling-
ar: börn 10—15 ára: 2; 15—20 ára: karlar 2, kona 1; 20—30 ára:
karl 1; 30—40 ára: kona 1; yfir 60 ára karl 1.
Læknar láta þessa getið:
fíorgarfj. Herpes zoster: 2 tilfelli, allþung. Annar sjúklingurinn,
maður á þrítugsaldri, veiktist skömmu síðar af lungnaberklum. Miltis-
brandur: 1 september drapst kýr á Skáney í Reykholtsdal, var dauð
á básnum, þegar komið var í fjósið um morguninn. Eg mikróskóper-
aði blóð úr kúnni, og leyndi sér ekki, að hér var miltisbrandur á ferð-
inni, langar keðjur, eins og ræktað hefði verið á rannsóknarstofu.
Eftir 2 daga drapst önnur kýrin og stuttu síðar sú þriðja. 3—4
dögum eftir að fyrsta kýrin drapst, kom til mín maður, sem hafði
farið innan í kúna, og hafði nú 2 ljótar bólur á hendi, aðra á
vísifingri um 1 cm. í þvermál, hina á úlnlið um 4 cm. í þvermál
ineð mikilli bjúgbólgu í kring og allt upp að olnboga. Bólurnar voru
nekrótiskar í kollinn. Ég hafði manninn hjá mér í nokkra daga, og
bólgan hjaðnáði furðu fljótt undan bökstrum. Einnig' gaf ég honum
neósalvarsan. Hiti komst upp í 39 st. Sótthreinsað var á bænum sem
vandlegast undir eftirliti dýralæknis og kýrnar grafnar djúpt í jörð
með húð og hári. Engin ástæða fannst til þess að miltisbrandur gaus
upp einmitt nú á þessum bæ, en fyrir 30—40 árum drápust þar
skepnur úr miltisbrandi.