Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 58
56
honum hér nyrðra. En sýki hennar hafði lýst sér þannig, að hún
fékk úthrot, sem læknar þekktu ekki, eftir fyrsta barnsburð, en barn-
ið lifði og varð heilbrigt. Hún lá þá um hríð á Landakotsspítala og varð
frísk og giftist núverandi manni sínum. Fyrstu 3 börnin, sem þau
eignuðust, dóu vilui til nokkurra vikna gömul með sárum og útbrot-
um, en konan var frísk. Eftir það hefir aldrei borið á veikindum,
sem gefið hafi grun um syfilis hjá konunni. Maður hennar minnist
ekki að hafa fengið nein sjúkdómseinkenni, sem likjast syfilisein-
kennum, og dæturnar, sein ætla má, að hafi fengið syfilis congenita
(hereditaria tarda?), hafa heldur ekki haft nein sérleg veikleika-
merki af syfilistagi, nema hin ofannefnda eldri dóttirin, eins og fyrr
var sagt. Mæðgurnar 3 hafa, síðan sannaðist um syfilis þeirra,
vexúð til meðferðar á sjúkrahúsinu nokkrum sinnum, og fengið bæði
hg„ joð, og' salvarsan-bi-inndæiingar, án þess þær þó hafi enn orðið
Wassermannnegativar.
Húsavikur. Kynsjúkdómar hafa ekki komið fyrir á árinu.
Öxarfj. Lekandi, 2 sjúklingar. Hjón. Ivonan færði manni sínum
þetta „úr kaupstað".
Fljótsdals. Mér vitanlega eru kynsjúkdómar ekki til hér í héraðinu.
Norðf. 17 ára stúlka, skráð í maí, hafði sjTkzt í janúar og kom lir
öðru héraði. Hafði hún ætlað til Akureyrar og hafði meðferðis bréf
til héraðslæknisins þar frá sínum héraðslækni, en stöðvaðist hér og
ætlaði að fá sér atvinnu. Hafði hún dvalið hér nærri mánuð, er hxis-
bændur hennar komust að sjúkdómi hennar og komu henni til læknis.
Dvaldi hún enn hér um tíma og var til lækninga, en vistaðist síðan
til Vopnafjarðar. Sendi ég héraðslækninum þar tilkynningu í pósti.
Seinna frétti ég, að hún hefði dvalið stutt á Vopnafirði, en lent til
Seyðisfjarðar til lækninga. Önnur 18 ára gömul stúlka xir sama hér-
aði er skráð í júní. Hafði haft lekanda um veturinn, en talin heil
fyrir löngu. Við expressio á urethra kom pus. Sáust reyndar ekki
neinar gonococcar við microscopi, en mikið af polynucleærum frum-
um og var áreiðanlega ekki læknixð. Hvarf hxin mér, og veit ég ekki,
hvað af henni varð.
Reijðarfj. 10 till'elli. Ein telpa, 10 ára gömul, hafði snxitazt í riinxi
al' systur sinni, 16 ára, er einnig hafði smitað næstum blindan karl-
inann um sjötugt, — sxi smitun orðið við coitus. Hin tilfellin eru
piltar á aldrinum 20—30 ára. Eru þetta tiltölulega mörg tilfelli í ekki
stærra héraði, enda eðlileg afleiðing dansleikja og drykkjuskapar,
sem ætið fer í vöxt samfara atvinnuleysi.
Hprnafj. 2 Austfirðingar hafa leitað til mín á vertíð með urethritis
gonorrhoica síðan ég kom hingað.
Rangár. Einn karlmaður leitaði til mín með lekanda.
Iíeflavíkur. Einn innlendur sjúklingur skráður með lekanda allt
árið, og má það furða heita í þvílíkum fjölda og hér er í sjávarþorp-
unum á vertíð.
Eijrarbakka. Lekandatilfellið, sem talið er á sjúkraskrám þessa árs,
kom frá Reykjavík, fangi á vinnuhælinu á Litla-Hrauni.