Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 78
76
Híisavikur. Vottur af beinkröm sást hjá æði mörgum, og eitt barn
á 2. öðru ári fékk ég til meðferðar með hana á háu stigi.
Fljótsdals. Beinkröm sé ég mjög sjaldan og þá aðeins afleiðingar
hennar, t. d. á tönnum í börnum.
Vestmannaeyja. Veikin gerir vart við sig í héraðinu. Með þorskalýsi,
vigantol og hentugu mataræði eru mæðrum gefin ráð til þess að draga
úr veikinni eða fyrirbyggja hana.
19. Rheumatismus musculorum.
Húsavíkur. Hér er mesti sægur af fólki, er þjáist af þessum leiða
kvilla, bæði ungir og gamlir, og oft erfitt að hjálpa.
20. Scorbutus.
Flateyrar. Einn sjúkling sá ég með greinilegan skyrbjúg. Hann var
frá Suðureyri við Súgandafjörð. Kom mér hann sízt á óvart, því að
mig hefir lengi grunað, að latent skyrbjúgur væri þar frekar tíður
gestur á vorin, enda sannaðist það vorið 1934 við rannsókn að modum
Göthlin. Súgfirðingar neyta lítilla garðávaxta og rækta þá sáralítið, og
virðist svo, sem rannsóknir og leiðbeiningar geti þar litlu um þokað.
Væri þess þó full þörf. Mér dvlst ekki, að latent beinkröm er nokkuð
algeng í héraðinu í ungum börnum, þrátt fyrir vaxandi lýsisnotkun.
Oft er fóður kúa svo lélegt, að mjólk er ónóg til varnar beinkröm.
21. Septicæmia hæmorrhagica.
Svarfdæla. Héraðslæknir lýsir þungri sótt á ársgömlu barni, er stóð
á annan mánuð með háum hita, blæðingum og síðan ígerðum og' sum-
staðar drepi í hörundi. Veiktist skyndilega eftir að hafa etið heilag-
fiski. Varð albata.
22. Struma.
Rlönduós. Struma hefi ég áður getið um á konu, sem gengið hefir
með það í 20—30 ár. Á árinu rakst ég á 2 aðrar konur með struma
á lágu stigi.
Húsavíkur. Eins og að undanförnu hafa nokkrir sjúklingar með
struma bætzt við á þessu ári, en enginn verið orðinn mjög illa hald-
inn, er þeir komu til læknis.
23. UIcus cruris.
Húsavíkiir. Margir hafa verið hér með þann leiða kvilla, en fer
óðum fækkandi, því að menn láta sprauta í æðahnúta og eyða þeim,
áður en ekzem eða sár kemur.
24. Ulcus perforans ventriculi.
Borgarfj. Maður um fertugt, sem hafði haft ulcuseinkenni undan-
farandi -- nýleg röntgenskoðun þó neikvæð — fékk perforation einn
góðan veðurdag, þegar hann var að binda hey. Af því að ferð féll til
Reykjavíkur samdægurs, réðst ég ekki í að operera hann á staðnum
og naga mig nú í handarbökin fyrir það. Hann dó skömmu eftir opera-
tion í Reylcjavík.
25. Urticaria.
Bíldudals. Er algengur sjúkdómur hér í börnum.
Reyðarfj. Merkilega algengur virðist mér ofsakláði hjá börnum,
einkum á haustin, eftir að neyzla nýs garðmatar byrjar.
Keflavíkur. Ofsakláði sést oft á börnum, og má um kenna matar-
æði, ýmist eggja- eða fiskáti.