Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 82
80
1, impetigo contagiosa 3, scoliosis 4, psoriasis 2, adenoid-vegetatio-
nes 3, hypertrophia tonsiii. 11. Sjón og heyrn var athuguð á öllum
börnunum, og eru refraktionsskekkjur mjög tíðar. Pirquetpróf var
eins og' undanfarið gert á öllum skólabörnum. Samanburður við 2
undanfarin ár sýnir, að Pirquet -I- börnum fer til muna fækkandi, og
sérstaklega er munurinn ínikil 1 á yngstu árgöngunum.
Svarfdæla. Öll börnin nema 9 (af 194) höfðu einhvern eitlaþrota á
hálsi, en langflest svo lítinn, að ekki verður sjúklegt talið. Mikinn
eitlaþrota höfðu aðeins 3, eitt af þeim var líka lystarlítið, blóð-
lítið og að öðru leyti vanþroska, svo að ekki þótti ráðlegt, að það
sækti skóla. Var ekki grunlaust um hilusberkla, og var því barnið
sent til skoðunar að Kristnesi. Þar fékk það ljóslækningar annan-
hvern dag árið út, en dvaldi annars á Akureyri. Eitlingaauka til
muna höfðu 35 (8 mikinn, 27 talsverðan). Kokeitlingaauka höfðu 9
munnöndun 16, ekkert eingöngu eða allt af. Sjóngalla höfðu 16, macula
corneae 1, conjunctivitis 4. Nokkra heyrnardeyfu höfðu 3, útferð úr
eyrum 1. Vanda fyrir höfuðverk 6, anaemia 4, anorexia 10, enu-
resis nocturna 1. Mikla scoliosis hafði 1 (vegna poliomyelitis ant.),
talsverða 1, litla 9, en auk þess fannst vottur um skekkju á 41. Gibtms
(sequ. spond. tub.) 1. Vestigia rachitidis 18. Seborrhoea capitis 41.
Er vafalaust næmur sjúkdómur, þótt smitunarhættan sé líklega Iítil,
nema hárræstingaráhöld séu notuð sameiginlega.
Akureijrar. Af 445 börnum í barnaskóla Akureyrar, reyndust hafa
tannskemmdir 244 börn, sjóngalla 28, heyrnargalla 5, eitlaþrota 121,
eitiingaauka 9, kokeitlingaauka 154, hryggskekkju 13, lús og nit 34.
Höfðahverfis. Af 33 skólabörnum höfðu 6 hypertrophia tonsill. og
2 eitlaþrota. Langminnst i>ar á veikinni í skólanum á þessu ári.
Húsavikur. Adenitis n. tb. 62 (196 börn alls), adenoid-vegetationes
5, anaemia 3, appendictis chronica 1, arthroitis genus n. tb. 1, blepha-
ritis 5, balhitatio 1, cystoma parotis 1, defectio visus 12, eczema 7,
exostosis 1, erysipeloid 1, hernia umbilicalis 2, hypertrophia tonsil-
larum 35, haemangioma 2, mus articuli 1, morbus cordis 2, Meibo-
mitis 1, analgesia thoracis sequ. herp. zoster 1, pleuritis (Pirq. ■-=-) 6,
struma 1, sequ. fracturae 3, scoliosis 9, cicatrices post op. 4, sequ.
ostitis tb. 1, urticaria 10, vestigia rachitidis 13, vulnus contusum 1,
sequ. poliomyelitis ant. ac. 1, gingivitis 1, furunculi 1, naevus pig-
mentosus 2, psoriosis 2, ulcus narium 1. Áberandi blóðleysi hefi ég
ekki orðið var við, og hefi ég þó tekið þau börnin, er grunsamlegust
hafa verið, og mælt þau.
Öxarfj. Farsóttir höfðu börnin ekki nema mænusótt við 2 skóla.
Ahnennt heilsufar þeirra var furðu gott eftir sólarlaust sumar og
kikhóstann — sem þau nú reyndar voru með enn. Einstöku hafa
sjóngalla, eitt vott að skakkbalci. Tannskemmdir virðast mér fara
minnkandi. Munnræsting er hér og vaxandi. Þekktist varla fyrir
10—15 árum.
Þistilfj. Yfirleitt voru börnin frískleg. Tannskemmdir og hálskirtl-
ar það, sem mest bar á. Eitt af því ánægjulegasta við skólaskoðunina
er að sjá það, að þó að kralckarnir fái sitt lúsamerki við fyrstu skoðun,
þá smáhverfa þau, þegar líður á skólaárið. Það er alveg víst, að breyt-