Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 93
91
en þær hafa í'æstar orðið síðan 1930, og munar miklu frá því, er þær
voru í algleymingi (1931—1933). Nú: 229 + 20 = 255, 1931: 349,
1932: 355, Í933: 336.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Á þessu ári hefir okkar læknanna verið vitjað til
sængurkvenna 27 sinnum, 13 sinnum til að herða á sóttinni, en 14
sinnum deyft við eðlilega fæðingu. Tvisvar var lögð á töng' vegna
sóttleysis, og kom barnið andvana í öðru tilfellinu. Fósturlát voru 4:
2 fjölbyrjur og' 2 frumbyrjur. Hjá 3 voru fóstur á 2. mánuði og' losn-
uðu í heilu lagi, en hjá einni var það á 4. mánuði, og kom í heilu lagi.
Ein þessara kvenna missti fóstrið í skarlatssótt með 40 stiga hita.
Borgarfj. Fæðingar voru með fæsta móti og gengu allar vel, en
fósturlát fleiri en undanfarin ár, eða 5, sem mér er kunnugt um.
Allar voru konurnar fjölbyrjur. 2 þeirra þurftu aðgerðar við vegna
hlæðinga. Enginn abortus provocatus.
fíorgarnes. Ekki veit ég um neinn abortus provocatus, en fyrir kem-
ur, að farið er fram á slíkt.
Flategjar. Ein kona dó af barnsförum, eftir að barni hafði verið
snúið og það dregið fram andvana, en virtist vera nreð lífi, er byrjað
var á aðgerðinni. Hjá konu, er átti eftir ca. 6 vikur af meðgöngutíma
og hafði placenta praevia, fór vatnið. Var þá fæðingu hleypt af stað
sökum ótta við smitun, og tókst að venda og draga fram barn, sem
var dáið áður en það náðist.
Bíldndals. Það tíðkast mjög, að læknis sé vitjað til sængurkvenna,
þótt ekkert sé að, og þjáningarnar þá jafnan eitthvað deyfðar með
chloroformi. Engin kona hefir fengið barnsfararsótt. Tvíburafæðing
hjá frumbyrju einni gekk nokkuð erfitt. Notaði Thymo-Pitusol, sem
gerði gott gagn. Fylgjan sat föst og náðist ekki nema með því að
sækja hana. Seinna barnið rnjög líflítið. Gat komið lífi í það með
Schultzes-sveiflum og öðrum björgunartilraunum. Það lifði þó aðeins
í 3 stundir. Konunni heilsaðist vel. Mér er ekki kunnugt um nein
fósturlát á árinu, og' ljósmæður geta þeirra heldur ekki. Engin kona
hefir leitað aðstoðar minnar til fóstureyðingar, og engin kona hefir
óskað upplýsinga um varnir gegn því að verða barnshafandi.
Flategrar. Mín var alls vitjað 9 sinnum til sængurkvenna; varð
ég tvisvar sinnum að leggja á töng og einu sinni að draga fram síðari
tvíburaburð. Hann kom lifandi, en andaðist 1% sólarhring eftir fæð-
inguna. Á árinu var mín vitjað 5 sinnum vegna fósturláta, og
hefir slíkt ekki komið svo oft fyrir mig áður í þessu héraði. Þó er ég
alveg viss um, að i engu af þessum tilfellum hefir neitt verið gert
til þess að koma fósturláti af stað.
Isafj. 2 börn dóu nýfædd vegna vanskapnaðar. Annað var með
morbus coeruleus, en hitt með spina bifida og hernia funiculi um-
bilicalis (mestur hluti þarmanna úti). 32 ára kona fæddi andvana
barn. Vatnið fór snemma. Sama sem engar hríðir, þótt henni væri
gefið pituitrin. Allt í einu hurfu fósturhljóðin, og' var þá gerð vending
og framdráttur. Gekk mjög illa að ná barninu út. Fylgjan kom ekki,
og varð þvi að losa hana með hendi innanfrá. Fékk barnsfararsótt
og dó á 12. deg'i. Það má segja, að nærri því alltaf sé læknir viðstadd-