Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 94
ur fæðingar nú orðið, þótt ekkert sérstakt sé að, og alltaf eykst það,
að konnr leggjast inn á sjúkrahúsið til að ala börn sín þar.
Ögur. 4 konur þurftu á læknishjálp að haida, 3 vegna hríðaleysis
og þvílíkra fæðingarerfiðleika, ein vegna fastrar fylgju. Fósturlát
voru 2.
Hesteyrnr. Engin slæm tilfelli. Læknis aðeins vitjað til sængur-
kvenna í veikindaforföllum ljósmæðra.
Hólmavikur. Læknis var 10 sinnum vitjað við barnsfæðingar, og
þurfti stundum aðgerða við, en engri konu hlekktist á, og öll hörn
lifðu.
Midfj. Ein kona skráð með abortus febrilis. Er mér ekki grunlaust
um, að verið hafi af hennar eigin völdum, þótt ekkert upplýstist
um það. Henni batnaði eftir aðgerð á sjúkrahúsi. Mín var vitjað
14 sinnum til sængurkvenna. í öllum tilfellunum var annaðhvort
um að ræða hríðaleysi eða að konan óskaði deyfingar. Allar konur
og hörn lifðu.
Blönduós. Fósturlát hafa að miunsta kosti orðið 4, þótt ljósmæður
telji engin fram. Við harnsfarir hefir allt gengið stórslysalaust. 2
tangarfæðingar, i annað skij)tið vegna framhöfuðstöðu, en hitt vegna
sóttleysis.
Ölnfsfj. Mín var 7 sinnum vitjað til konu í barnsnauð. Oftast var
það vegna j>ess að konan vildi láta deyfa sig. Þurfti aldrei að grípa
inn í annað en gefa pituitrin við sóttleysi. Öllum konunum og hörn-
unum heilsaðist vel. Eitt harn fæddist með pes varo-eqinus. Hefir
hann verið réttur, og virðist það ætla að takast vel.
Svarfdæla. Ljósmæður hafa engin fósturlát talið í sínum skýrslum,
en læknis var leitað til 3 kvenna, er létu fóstri. Allar voru kouur
þessar giftar og engin grunur á neinni þeirra um provocatio abortus.
Höfðahverfis. 5 sinnum vitjað og þar af tvisvar vegna fjarveru
ljósmóður. Ljósmóðir lætur eins fósturláts getið. Einusinni var notuð
töng, höfuð stóð næstum þversum í miðri grind og' mjakaðist ekki.
Reykdæla. Læknis vitjað til 4 sængurkvenna. Eina ferð fór Húsa-
víkurlæknir að auki og tók á móti vansköpuðu barni. Einusinni var
gerð vending og framdráttur, tvisvar óskað eftir deyfingu og einu-
sinni inj. chl. morph.
Húsavíkur. Fósturlát hafa komið fyrir 5, sem ég veit um (ljós-
mæður telja 7). Ein kona á 7. mánuði féll á staur og marði labia
majora og perineum mjög mikið. Eftir 8 daga fæðir hún barn með
lífsmarki, og er það með bláa marbletti á höfði, framhandleggjum og
fótleggjum. Fylgjan, sem er randstæð og með insertio velamentosa,
er mjög mikið marin. Eftir fæðinguna heilsaðist konunni vel. Eitt
tilfelli kom fyrir alvarlega erfitt hjá 22 ára I. para úti í sveit. Þegar
ég kom til hennar, hafi hún haft léttasótt i 16 klukkutíma. Ekki hafði
hún orðið vör við, að legvatn hefði runnið, nema ef eitthvað hefði
farið um leið og hún losnaði við þvag. Hríðarnar höfðu alltaf verið
reglulegar og kröftugar, en ekkert gekk. Ljósmóðir hafði ekki vitjað
um hjá konunni. Kviðurinn var óvenjulega mikill á svo lítilli konu.
mjög harðspenntur. Einkum bar mikið á honum niður við symhysis.
Höfuð veit upp, hjartahljóð engin. Hryggur veit aftur. Þegar iarið