Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 99
97
en flest voru slysin smá. Lux. patellæ 1, humeri habitualis 1, radii
perannularis 1. Fract. radii 3, humeri 2, claviculae 1, costae 1, colli
femoris 1, fibulae 1, tibiae 1, calcis 1. 2 dóu af slysförum á árinu,
maður á áttræðisaldri, er varð úti, og roskin kona, sem drukknaði í á.
Blönduós. Slysfarir voru hér engar, sem að kvað. Bílar hafa að vísu
að minnsta kosti í 3 skipti oltið út af veginum, en aðeins smámeiðsli
hlotizt af því, mest fract. costae. Kona datt af bíl á ferð og viðbeins-
brotnaði. Þriðja brotið var frací. indicis, og eru þá upptalin beinbrotin.
Smáskurðir og skeinur koma vitanlega öðru hverju fyrir, en eru ekki
í frásögur færandi. Barn nokkurt gleypti opna lásnælu, og' komu þá
röntgentækin að góðn haldi, því að nælan sást niðri í vélindi. Útbjó
ég mér nokkurskonar veiðistöng með snöru á endanum, náði haldi á
hausnum á nælunni, tókst að snúa henni og náði henni á þann hátt.
Saaðárkróks. Slysfarir hafa orðið óvanalega miklar á þessu ári.
7 menn drukknuðu á sjó í fárviðri því hinu mikla, er gerði 14.
des. Þá varð og einn maður úti á landi. Ennfremur dó einn maður
með þeim óvanalega hætti, að hann gleypti í mat sínum oddhvast bein,
ca. 3 crn. langt. Bein þetta festist í vælindi mannsins og setti gat á
það. IJt frá þessu gati á vælindinu kom ígerð, fyrst í brjósthol, og
síðan urn allan líkamann. Var maður þessi banvænn orðinn, er hann
kom til læknis, svo að ekkert varð gert annað en taka beinið. Fract.
antibrachii 3, malleoli 2, cruris ad articuli genus 1, costae 2. Skot-
sár 2 (annað á höfði, hitt á hendi). Á síðari árum hafa skotsár þau
verið tiltölulega algeng, er hafa orðið á þann hátt, að byssur hafa
sprungið eða lásinn bilað. Eru slíkar byssur algengar í notkun.
Hofsós. Fract. humeri 1, ulnae 1, radii 1, cruris 1.
Svarfdæla. Unglingspiltur drukknaði af vélbát á Hríseyjarsundi.
Önnur slys ollu ekki bana, en þau voru: Fract. radii typic. 2, epi-
condyli lateralis humeri 1, costarum 2, cruris 1. Sublux radii 1. Dis-
torsio 4. Contusio 8. Vulnus contusum 8, morsum 1, punctum 2,
sectum 3. Combustio 8. Corpus alienum oculi 8, oesophagi 2, manus 3.
Akureyrar. Læknar skráðu þessi slys, og eru þar meðtalin þau,
sem komu til meðferðar á sjúkrahúsinu: Vulnus contusum 10, in-
cisum 14, dilaceratum 19, sclopetarium 1. Öll voru sár þessi minni
háttar. Lux. humeri 5, cubiti 4, metacarpi-phalangea 1, digiti 1, mandi-
bulae 1. Fract. claviculae 2, humeri 1, antibrachii 2, Collesi 9, radii 1,
digiti 1, colli femoris 2, tibiae 1, cranii 1, ossis metacarp. IV. 1. Engin
meiri háttar brunasár komu fyrir. Enginn ofantaldra sjúklinga beið
bana nema sá, er fékk fract. cranii. Helgi augnlæknir Slcúlason hefir
skráð þessi augnslys: Abrasio corneae 4. Ambustio corneae 1. Conjunc-
tivitis ac. intoxicat. (Chrysarobin) 1, nivalis 1. Contusio bulbi 3.
Corpus alienum conjunctivae 5, eorneae 11, perfor. bulbi (Fe) 2.
Eczema artificialis palpebrae (gljálakk) 1. Haemorrhagia subconjunct.
traumatica 2. Kauterisatio corneae (Lysol) 1. Paresis n. trochant.
traumatica 1. Ruptura bulbi c. prolapsu iridis 1.
Höfðahverfis. Vulnus incisum 3. Lux. humeri 1. Fract. colli fe-
moris 1, cranii 1 (maður, er vann við sjóvarnargarðinn á Grenivík,
féll ofan af bryggju við uppskipun. Fallið á aðra mannhæð. Dó á Akur-
eyrarsjúkrahúsi). Piltur um tvítugt varð undir snjóflóði á Látra-
13