Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 100
!»8
strond. Feðgar frá Látrum fórust á trillubát í desemberofviðrinu.
Fannst faðirinn örendur í bátnum yzt á Svalbarðsströnd, en sonur
hans fannst ekki.
fíeykdæla. Fract. radii 1, femoris 1, patellae 1. Lux. antibrachii 1.
Dérangement interne 1.
Húsavíkur. Contusio & distorsio 67. Vulnus 94. Combustio 20. Cor-
pus alienum oculi s. al. loci 41. Commotio cerebri 2. Dilaceratio digi-
torum 7. Haematoma 7. Dérangement interne 6. Submersio 1. Lux.
radii 1, digiti 1. Fract. tibae 2, acromii 1, costae 5, digitorum 1, brachii
1, claviculae 1, intra-articularis hallucis 1, genus 1, ossis metatarsi 3,
metacarpi 1, malleoli 5, nasi 3, ossis coccygis 1, processus spinosi 1,
radii 1, sterni 1. Abrasio tendinis digiti IV. 1. Af þessum slysförum
dó aðeins stúlka tæpra 3 ára, er drukknaði í bæjarlæk, sem er
frekar á en lækur. Hafði verið úti að leika sér einsömul og' senni-
lega gengið að læknum, en víða mjög hallfleyttir bakkar að honum,
og runnið ofan í lækinn. Drengur 5 ára hellti yfir höfuð sér, hand-
legg, bak og síðu sjóðandi vatni og brann mjög mikið á handleggnum,
síðunni og bakinu. Slysfarir yfirleitt með meira móti, og á grjót-
flutningur í bryggjuna og bygging hennar mikinn þátt í því.
Öxarfi. Stúlka datt af hesti, hlaut lux. cubiti. Kona rann í neðstu
tröppu stiga, brotnuðu fótleggjarpípur báðar (fibula á 2 stöðum).
Barn brenndist allmikið af heitu vatni. Sóttur var ég' og til þess að
kippa í lið stórutá á barni.
Þistilfi. Barn 7 ára datt út af vegi á hlaupi. Lux. coxae. Ég var
alveg hissa hvað létt gekk að laga þetta, eftir að tókst að svæfa barnið.
Garnall maður geklc á eftir hesti, sem rétti honurn afturfót beint á
augað. Augað sprakk, Iens fanst hvergi. Tók augað í burtu. Maður
hrasaði með orf og skar sundur vísifingurssin á handarbaki. Sina-
saumur, jafngóður. Maður datt með vasapela í rassvasa. Glerbrot
stakkst inn í glutaeus. Mikil blæðing í sólarhring unz ég kom, saum-
að. Stúlkubarn tók ofan pott, eldur læstist í föt hennar um leið, var
ein í húsinu, hljóp út og hitti þá konu á leið sinni, sem vafði kápu
sinni um hana og slökkti þannig. IJtbreiddur bruni annars stigs:
Thorax, abdomen, dorsum, femora. Fékk hita yfir 41 stig, en komst yfir
eitrunina. Greri eftir marga mánuði.
Vopnafi. Fract. claviculae 1, costae 1, ossis calcis 1. Contusio 1.
Vulnus contusum 5, incisum 4. Lux mandibulae (habitualis) L
Dérangement interne 1. Vulnus perforans corneae & prolapsus iridis 1
(stúlkubarn, sem rak sig á hurðarjárn og sprengdi í sér aug'að).
Hróarstungu. Maður um fimmtugt varð úti. Var á göngu ásamt
fleirum í dumbungsveðri. Kom ekki heim að kvöldi. Fannst 2 dög-
um síðar. Fundust engin ytri merki á honum. Combustio II. 2. Böi’n,
sem hvolfdu yfir sig sjóðandi vatni. Annað brenndi allan framhand-
Iegg, hitt frá hné og niður á rist.
Norðfi. Contusio og vulnus contusum 51. Distorsio 6. Vulnus cae-
sum 16, ruptum 2, punctum 5. Corpus alienum 11, (þar af 6 corneae,
3 cutis et subcutis manum, 1 oesophagi og' 1 pharyngis). Síðasta til-
fellið var saumnál, sem stungizt hafði í arcus pharyngo-palatinus
sin. svo að báðir endar voru í kafi, en miðjan frí. Varð að taka utan