Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 106
i
104
6. Reglugerð um útbúnað löggiltra lýsisvinnslustöðva, lýsisverk-
unarstöðva o. fl. (6. apríl).
7. Reglur um flokkun meðalalýsis (6. apríl).
8. Reglugerð um sölu áfengis til lækninga (16. apríl).
9. Reglugerð um sölu áfengis til iðnaðar (16. apríl).
10. Reglugerð um fjörefnabiöndun smjörlíkis (27. apríl).
11. Heilbrigðissamþykkt fyrir þann hluta Svarfaðardalshrepps, er
telst til Dalvíkurkauptúns (18. maí).
12. Reglugerð um hvíldartíma bifreiðarstjóra (22. maí).
13. Reglugerð um viðauka við reglugerð frá 15. marz 1935 um
framleiðslu, meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. (14. maí).
14. Reglugerð um gerð og búnað almenningsbifreiða (15. maí).
15. Samþykkt um lokunartíma sölubúða og takmörkun á vinnu-
tíma sendisveina í Hafnarfirði (27. maí).
16. Samþykkt um breyting á samþyklct um lokunartíma sölubúða
og takmörkun á vinnutíma sendisveina í Reykjavík frá 27. nóv-
ember 1934 (19. júlí).
17. Reglur um blöndun á íslenzku smjöri í smjörlíki (26. sept.).
18. Auglýsing um blöndun á íslenzku smjöri í smjörlíki (26. sept.).
19. Reglugerð um áfengisvarnarnefndir (17. okt.).
20. Reglugerð um sótthreinsun aðkomuskipa (3. des.).
Konungur staðfesti skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði til heil-
brigðisnota:
1. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Guðrúnar Teitsdóttur (14.
febr).
2. Skipulagsskrá fyrir Legat Guðmundar Magnússonar, prófessors,
og Katrínar Skúladóttur (2. júlí).
3. Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð séra Björns Björnssonar,
prests í Laufási (5. okt.).
4. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Ólafar Bjarnadóttur, Egils-
stöðum (18. des.).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr. 938349.21
(áætlað hafði verið kr. (721371.00) og til almennrar styrktarstarf-
semi ltr. 1250228.59 (áætlað kr. 1158200.00).
Á fjárlögum næsta árs voru sömu liðir áætlaðir kr. 688942.00 4-
1539700.00 = 2228642.00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
A læknaskipun urðu eftirfarandi breytingar:
Jón Karlsson cand. med. & chir. skipaður 10. maí héraðslæknir í
Reykjarfjarðarhéraði, Ingólfur Gíslason cand. med & chir. skip-
aður 10. maí héraðslæknir í Berufjarðarhéraði. Jón Karlsson, hér-
aðslæknir í Reykjarfjarðarhéraði andaðist 11. júní. Karl Magnús-
son, héraðslæknir í Hólmavíkurhéraði, settur 26. júní til þess að gegna
Reykjarfjarðarhéraði ásamt sínu héraði.
Sigurður Sigurðsson, læknir í Reylcjavík, ráðinn með samningi
dags. 6. maí til að vera berklayfirlæknir landsins.
Almenn lækningaleyfi og' sérfræðingalevfi voru veitt samkv. lögum