Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 112
110
S júkrasamlög.
Lögskráð sjúkrasamlög eru sem hér segir:
Sjúkrasamlag Reykjavíkur .............. með 3533 ineðl.1)
— prentara Rvík ...................... — 205 —
— Hafnarfjarðar .............. — 336 —
— Akraness ............................ — 196 —
— Sauðárkróks .............. — 168 —
— Siglufjarðar ........... —- 189 —
— Akureyrar ........................... — 111 —
— Seyðisfjarðar ........... —- 153 —
— Fljótshlíðar .............. — 81 —
— Holtahrepps ............. — 55 —
— Menntask. á Akureyri (1934—1935) — 153 —
— Alþýðusk. á Laugum (1934—1935) — 95 —
Samtals með 5275 meðl.
Meðlimatalan er þannig 4,6% af íbúatölu landsins.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Ljóslækningar hafði Hallgrímur læknir Rjörnsson,
—kvarts og kolbogaljós. Sjúklingatalan mun hafa verið um 30.
Sjúkrasamlag Akraness hefir orðið fyrir talsverðum gjöldum vegna
sjúkrahússkostnaðar nokkurrá sjúklinga. Þó er hagur þess fremur
góður eftir atvikum. Nettó eignir voru í árslok kr. 1955,64. Ársgjaldið
það sama og síðastliðið ár. Samningar þeir sömu við lækna og áður.
Lyfjabúðin gefur 10% afsiátt af meðölum frá taxtaverði. Hjúkrunar-
félagið hefir átt í talsverðu basli á þessu ári. Það gengur fremur
erfiðlega að halda því saman, og eru það aðallega fáeinir menn,
sem bera það uppi. Þó hafa kvenfélagskonur sýnt því einstaka hjálp-
semi. Félagið nýtur einskis styrks af hreppsfélaginu. Launaða lærða
hjúkrunarkonu heldur félagið með 125 kr. á mánuði. Greiðslu fyrir
starf hennar út á við hefir verið örðugt að innheimta, og mörgum
gefin hjúkrunin að fullu eða að mestu leyti.
Ólafsvikur. Hjúkrunarfélag Ólafsvikur var stofnað upp úr hjúkr-
unarsamtökum, sem áður voru til.
Stgkkishólms. Kvenfélagið hér í þorpinu hefir, eins og að undan-
förnu, haft konu til hjúkrunar og hjálpar í húsum, þar sem veikindi
hafa verið, en um síðustu áramót hætti hún.
Bíldudals. Hjúkrunarfélagið Samúð hefir styrkt 1—2 sjúklinga
f járhagslega, en enga hjúkrunarstúlku haft starfandi.
Flateyrar. Áður hefi ég' getið um hina volgu sundlaug, sem reist
var nokkuð fyrir innan kauptúnið Suðureyri. Sundlaug þessi er mjög
sótt alla sumarmánuðina, og ætti að auka þrifnað og hreysti fjarðar-
búa. Auk þess kemst enginn unglingur hjá því að verða syndur vei.
Sólbyrgi Súgfirðinga starfaði eins og undanfarin ár við góða aðsókn.
Ljóslækningastofa fyrir veikluð börn var rekin á Suðureyri, með
1) Tölur þessar eru, eins og á8ur í þessum skýrslum, meSal-meðlimatölur samlag-
anna, svo sem þær eru gefnar upp til atvinnumálaráðuneytisins og framlag rikis-
sjóðs er niiðað við.