Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 113
111
styrk frá sjóðnum Birta, sem ég hei'i aflað fjár til. Hvert barn, sem
gekk í ljós, fékk staup af lýsi og appelsínu eftir hvert Ijósbað.
Sjúkrasjóðurinn (minningarsjóður frú Maríu Össurardóttur), sem
ég hefi lagt mikið kapp á að auka, er orðinn full 16 þúsund krónur.
Lærða hjúkrunarkonu hefir ekki tekizt að útvega til Súgandafjarðar,
þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Hefir frú Sigríður Jóhannesdóttir
ge gnt hjúkrunarstörfum þar eins og að undanförnu og fær til þess
nokkurn styrk úr ríkissjóði.
Blönduós. Sjúkrasamlag er ekkert lögskráð í héraðinu, en náms-
meyjar og starfsfólk við Kvennaslcólann hefir með sér sjúkrasam-
lag meðan skólinn starfar. (Ekki lögskráð!)
Siglufj. Sjúkrasamlag hefir starfað hér á undanfarandi áruxn og
haft sérstaka hjúkrunarkonu í sinni þjónustu. Sjúkrasamlagið hefir
gert mikið gagn, en vafalaust hefir éigi staðið út af hjá því, fremur
en öðrum sjúkrasamlögum. Mun gamla samlagið nú hætta störfum
og renna yfir í hið nýlögboðna, sem tekur til starfa á þessu ári. (1936).
A kureijrar. Starfsemi Rauðakrossdeildar A k u r e y r -
a r 1 9 3 5. 11. aldursár deildai-innar. Starfsemi hagað líkt og árið
á undan. Hjúkrunarkonan starfaði aðeins 8 mánuði ársins. Jón
læknir Steffensen sinnti bei’klasjúklingum á hjálparstöðinni aðeins
til 14. maí, en þá sigldi hann til ixtlanda, og enginix tók við starfinu
eftir hann. Jón læknir Geirsson hefir hins vegar haldið áfram að
leiðbeina mæðrum með ungbörnum. Hjúkrunarkonan hefir verið á
tilsögðum tírna á stöðinni til viðtals og vigtað börnin og leiðbeint
niæðrunum, en vísað þeim til læknisins, ef þurfa þótti. Á bei’kla-
stöðinni (á fimmtudögum) komu alls 40 sjúklingar; af þeirn 9 nýir.
Vegna mæðra —- og ungbarnaverndnnar (á föstudögum) komu alls
126 konur og börn; þar af 72 konur, sem fengu leiðbeiningar. Hjúkr-
unarkonan vitjaði sjúklinga úti um bæinn og vakti yfir þungt höhln-
um sjúklingum. Á klínik Péturs Jónssonar læknis veitti hún aðstoð
í 21 skipti við handlækningaaðgerðir. Annars var eins og áður aðalstarf
hennar að aðstoða skólalækninn Jón Geirsson við eftirlit og rannsókn
á börnum barnaskóla kaupstaðarins og hafa umsjón með þrifnaði í
skólanum, afliisa lúsug börn og ásaxnt kennurunum að gefa börnun-
uin daglega mjólk og lýsi. Var hiin bundin við þessi störf 3 ldukku-
stundir daglega að jafnaði meðan skólinn stóð. Þar að auki fór hún
nokkrum sinnum um bæinn inn á þau heimili, þar sem sérstakra
hollustuleiðbeininga þurfti. 1 97 skipti var sjúkrabifreið deildarinn-
ar notuð, þ. e. í 75 skipti innan bxejar, en 22 sinnum út um sveitir,
niest að Kristneshæli.
Húsavikur. Hjúkrunarfélög eru engin hér, en kvenfélög hreppanna
eru oft hjálpleg með hjúkrun og aðra aðstoð við sjúka.
Regðarfj. Sjúkrasamlag í Reyðarfirði með liðlega 20 meðlimi. (Ekki
lögskráð!)
Berufj. Hjúkrunarfélag eða sjúkrasamlag er ekki í héraðinu, og er
°ft bagalegt, að ekki skuli vera nein kona í héraðinu, sem tekur að
sér að hjúkra á heimilum. Þetta er tilfinnanlegra en áður var, því
að mjög fátt er nú um kvenfólk í sveitunum, einkum á vetrum. Við-
ast er húsmóðirin ein, og þegar bezt lætur, gamalmenni henni til