Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 134
132
kenna, að nienn hafa mjög vanizt af skíðaferðuin vegna snjóleysis
marga vetur í röð undanfarið, og oft hefir líka verið lítið um skauta-
svell. En nú í vetur er snjóleysið að vísu ekki til baga.
Höfðahverfis. Knaltspyrna er iðkuð allt árið eins og veður leyfir.
Hiísavíkur. íþróttalíf er hér mikið, bæði meðal karla og kvenna.
Að vetrinum er stunduð hér ieikfimi og skíðaferðir fyrir forgöngu
íþróttafélagsins Völsungur, en í því er langflest ungt fólk i þorpinu
og börn niður í 10 ár. Utiíþróttir eru stundaðar að vetri þegar veður
gefur, svo sem hlaup, stökk, fótbolti og handbolti, en þó einkum að
vori og' sumri. Er lofsverð sú seigla, sem verið hefir í þeim, sem fyrir
þessu standa, því að enn er aðstaða öll til iitiíþrótta, og þó einkum
fótholta og handbolta, hin argvítugasta, — hálfþýfður moldarvöllur.
en nú mun von um góðan grasvöll — tún — sem verður þá líklega
einhver hezti íþróttavöllur landsins. Á Hveravöllum i Reykjahverfi
er byggð sundlaug með hiisi vf-ir, og er þar kennt sund, bæði að vetri
og sumri. Er því fjöldi barna og unglinga orðið sæmilega synt. og
sjómenn hafa sótt sundnámsskeiðin að vetrinum til. Skólabörn héð-
an úr Húsavík læra sund þar á sumrin (mai—júní). í sveitunum er
nokkurt íþróttalíf, einkum fyrir forgöngu ungmannafélaga, hæði í
Aðaldal og Reykjahverfi, en fremur dauft yfir því á Tjörnesi, og eins
mun vera í Flatey.
Öxarfj. íþróttir eru í hinni mestu niðurlægingu. Þær kunna helzt
þeir, er geng'ið hafa í alþýðuskóla, en halda þeim eigi vel við. Hið
svokallaða „íþróttasamband" hér gekkst í sumar bara fvrir dans-
skröllum í skógum Axarfjarðar, og' fór misjafnt orð af.
Þistilfj. íþrótt'ir er ekki hægt að segja, að séu neitt iðkaðar.
Hróarstungu. íþróttalíf er lítið. Dálítið um það við Eiðaskólann.
Reyðarfj. Mikill áhugi hefir vaknað á íþróttum, einkurn sundi og
skíðagöngum. Síðastliðið suinar lærðu 50 inanns að synda í köldum
sjónum, og nokkrar konur stunduðu sjóböð allan veturinn, hvernig
sem viðraði.
Berufj. íþróttir ekkert iðkaðar. Þó réði ungmennafélagið hér til
sín sundkennara s. 1. sumar í mánaðartíma. Var námskeiðið vel
sótt og' áhugi mikill, jafnvel þótt veðurátta væri köld og óhagstæð til
sundkennslu.
Hornafj. Iþróttir þekkjast liér allt of lítiö. Engin leikfimi er kennd í
barnaskólum, en sund hefir verið lítilsháttar kennt í köldum tjörnum
fáein undanfarin sumur.
Vestmannaeijja. íþróttir eru hér mikið stundaðar að sumarlagi.
íþróttafélögin hafa nú fengið nýtt land fyrir íþróttasvæði, sem vinnsla
verður hafin í mjög' hráðlega. Má telja íþróttunum mjög' mikinn
l'eng í þessu, þar eð íþróttasvæði það, sem íþróttamenn hér hafa orðið
að notast við, hefir vart getað talizt sæmilegt.
Rangár. Íþróttalíf ekkert. Hvergi kennd leikfimi í barnaskólum.
Ein heit sundlaug var hér til undir Eyjafjöllum, sem töluvert var
notuð af ungu fólki í austurhluta héraðsins. Laug þessi var undir háu
klettabelti og í ofviðri síðastliðinn vetur hrundi mikið grjót úr berg-
inu og gereyðilagði laugina, en vonandi verður úr því bætt áður en
langt um líður.