Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 136
134
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skól-
unum. 1455 börn eða 17,4% hafa notið kennslu í sérstökum her-
bergjum í íbúðarhúsum og 998 eða 11,9% í íbúðarherbergjuin innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það
virðist vera mjög mismunandi: 1 hinum almennu skólahúsum er
loftrými kennslustofanna minnst 1,6 m3 og mest 8,7 m3 á barn, en jafn-
ar sig' upp með 3,5 m3. í heimavistarskólunum 2,0—4,9 m3; meðaltal
2,9 m3. 1 hinum sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 1,2—10,9
m3; meðaltal 3,7 m3. í íbúðarherbergjum 2,2—6,4 m3; meðaltal 3,3
m3, sem heimilisfólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahús-
um, þar sem loftrýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna
börnunum til skiptis í stofunum. Vatnssalerni eru til afnota i skólun-
um fyrir 3303 þessara barna eða 39,5%, forar- eða kaggasalerni fyrir
4299 börn eða 51,4%, og ekkert salerni hafa 761 barn eða 9,1%. Leik-
fimishús hafa 3079 barnanna eða 36,8% og bað 2201 börn eða 26,3%.
Leikvellir við þessa skóla eru taldir fyrir 2642 börn eða 31,5%. Læknar
telja skóla og skólastaði góða fyrir 4161 þessara barna eða 49,7%,
viðunandi fyrir 3424 eða 40,9% og óviðunandi fyrir 784 eða 9,4%.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Rækileg skólasltoðun fór fram í haust, en kostnaðar
vegna þótti hreppsnefnd ekki tiltækilegt að láta skoðun fara fram á
miðjum vetri, eins og undanfarin ár. Eftirlit hafði ég með heilsufari
barna næstum daglega til nýjárs, en síðar öðruhvoru, eftir samkomu-
lagi. Kennarar skólans héldu að vanda veikindaskrá fyrir hvern bekk
og ógu börnin að haustinu til og á miðjum vetri. Um iniðjan vetur
voru 213 börn vegin og var útkoman þessi: 185 börn höfðu þyngst,
20 staðið í stað, 8 létzt. Er þessi útkoma öllu verri en í fyrra. Lýsi var
öllum börnunum gefið daglega á kostnað hreppsins. Þrifnaður og
umgengni i skólanum var hvorttveggja mjög gott. Engin leikfimi
hefir verið kennd við skólann vegna húsleysis. í sveitunum er ástandið
ekki gott og stöðugt verið að breyta til með kennslustaði. Nú er vakn-
aður áhugi fyrir að byggja sameiginlegan heimavistarskóla fyrir öll
sveitahéruðin, hvað sem úr framkvæmd verður.
fíorgarfj. Nemendur í Reykholts- og Hvanneyrarskólum, um 140,
voru skoðaðir i byrjun slcólaárs og öllum leyfð skólavist. Hvanneyr-
ingar iðka skíða- og skautahlaup, knattspyrnu og leikfimi. Sá galli
er á leikfimishúsinu þar, að það er ofnlaust, og kemur kennslan tæp-
lega að fullu gagni, þegar kalt er í veðri og varla hættulaus veikluðum
piltum. Reykhyltingar iðka einkum knattspyrnu og leikfimi. Fyrsta
veturinn bar nokkuð á sleni i mörgum nemendum þar. Ivenndi ég
það of miklum kyrrsetum i hitanum í skólahúsinu og kom því til
leiðar, að ein stund fyrir hádegi var ætluð til útivistar dag hvern.
Þeim sið hefir verið haldið síðan, og þykir gefast vel. Fyrstu árin bar
nokkuð á eyrnabólgu í nemendum, og var því kennt um, að vatnið í
lauginni væri ekki gott. Nú er hveravatni dælt í laugina með raf-
magnsdælu, og er minna um eyrnabólgu síðan. Síðastliðið haust var
gert gufubað í skólanum, og er það mjög mikið notað. Engin breyt-
ing hefir orðið á barnaskólahaldinu, en nokkur áhugi virðist vera að
vakna fyrir breytingum til bóta.