Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Qupperneq 141
139
vetrrnn einnig, er því verður við komið. Símar og bílvegir gera það að
verkum, að nú er yfirleitt fljótlegt að ná til læknis og eins að koma
sjúklingum á sjúkrahús, og hefir það á þessu ári bjargað a. m. k.
3 mannslífum. Er þeirra sjúklinga áður getið, og' höfðu þeir: bráða
garnengju, sprunginn botnlanga og' utanlegsfóstur.
15. Tannlækningar.
Ýmsir hinna yngri héraðslækna hafa kynnt sér einföldustu tann-
viðgerðir og stunda þær nokkuð meðal héraðsbúa sinna, sem er ómet-
anlegt fyrir þá, sem búa í afskekktum sveitum fjarri tannlæknum.
Og er þetta til eftirbreytni.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Oft hefir mér sárnað að kunna ekki önnur ráð við þvi
mikla meini, sem tannskemmdirnar eru, en hinn hrottalega tannút-
drátt. Sumarið 1930 keypti ég í Danmörku tæki til tannviðgerða og
lærði helztu handtökin hjá tannlækni. Síðan hefi ég gert við tennur
svo hundruðum skiptir (175 tennur þetta ár, 128 tennur 1934). Fólkið
er mér þakklátt fyrir. Ég held, að eina ráðið til að bæta úr því ómenn-
ingarástandi, sejn nú ríkir hér víðast hvar um tannhirðingu, sé þetta,
að héraðslæknum sé gert að skyldu að annast viðgerðir tanna og jafn-
framt gefinn kostur á kennslu í þeirri grein. Mættum við vel verða
þar á undan öðrum þjóðum.
Stykkishólms. Það liggur við, að ég minnkist mín þegar ég hugsa
til allra tannanna, sem ég' hefi rifið lir fólki, en vel hefði mátt
gera við, ef til tannlæknis hefði náðst. Ég sé eigi, að úr þessu verði
bætt með öðru móti en því, að héraðslæknar úti um land sæktu náms-
skeið í tannviðgerðum svo sem 3—4 mánuði og fengju sér síðan nauð-
synlegustu áhöld til tannfyllinga. Sá timi ætti að vera næg'ur, því að
verkið er sennilega ekki vandasamara en margt af þvi, sem læknar
verða að vinna. En þetta væri áreiðanlega til mikils hagræðis fvrir
fólk.
Ögur. Tannáta er hér, sem annarsstaðar, mjög algengur kvilli. Að-
eins örfáir hafa hingað til þekkt aðra lækningu en tannútdrátt. Það
tel ég i mörgum tilfellum neyðarúrræði og neita að framkvæma slíkt,
sé annars kostur. Fer þeim nú stöðugt fjölgandi, er vilja láta gera
við tennur sínar, og hefi ég mikla ánægju af þeirri praxis. í Reykja-
nesi er nú ákveðið, að fram skuli fara nauðsynlegustu tannaðgerðir
áður en skóla lýkur. Allir nemendur þess skóla drekka lýsi og bursta
tennur sínar. Ónýtar tennur dregnar út ókeypis við alla skóla.
Húsavíkur. Tannlæknir þyrfti að koma hingað og starfa hér, þótt
ekki væri nema nokkrar vikur á ári hverju, til þess að gera við tennur
barna og fullorðinna.
16. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Kirkjurnar eru í góðu standi og allar hitaðar og raf-
Iýstar nema Saurbæjarkirkja. Kirkjugarðar eru alstaðar girtir og
vel hirtir.
Borgarnes. Gott samkomuhús er hér í Borgarnesi, þótt ekki sé það