Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 206
204
svo að hann gæti varla talað né opnað munn, — verk i bólgunni.
Bólginn væri hann og utan á hálsi — hefði nýlega veikzt skyndilega.
Það kom upp í viðræðum okkar, að 2 unglingar í öðru húsi á sama
bæ hefðu nýlega verið lasnir með hitasótt(?), kverkaskít, höfuðverk,
bakverk og rig aftan í hálsi. Stakk ég upp á því, að þarna mundi kom-
in mænusótt, en því tók sendimaður fjarri. — Með tilliti til þess, að
maðurinn hefði líklega ígerð í hálsinum, rcði ég til þess, að ég kæmi,
og fór þegar til hans. Allt reyndist nú stórlega orðum aukið og sumt
bein lýgi um sjúkdóm mannsins, sérstaklega verkinn, málleysið og'
getuleysið að opna munn, sem ekkert var til. Hafði hita 38—39 stig
og allmikla hálsbólgu annarsvegar með roða og bjúgi fram um góm-
fylluna. Eldrautt og likast skarlatssóttarhálsbólgu. Svo mikil og ill-
úðleg var þesi hálsbólga samt, að mér þótti vissast að reka hníf í kok-
eitil og góm aftast. IJt kom blóð og gul, tær vilsa. Hinum piltunum var
batnað og manni þessum batnaði skjótt. Það frétti ég, að kverka-
skítur væri á 2 bæjum öðrum þarna austur á Sléttunni. Fór svo heim
samdægurs. Því get ég þessa svo nákvæmlega, að þessi maður hafði
nú samt sem áður inænusótt og ekkert annað. Hinum piltunum sló
niður, og er ég kom á þetta heimili 12 dögum síðar, var veikin þar
og lengi síðan.
Hinn 26. okt. var mér símað, að barn væri orðið lamað á Raufar-
höfn, og lasleiki væri víða í þorpinu. Barn þetta, 7 ára stúlka, var
eitt af 6 börnum foreldra sinna, er heima voru, og öll innan 10 ára
að aldri. Fjölskyldan, sem er fátæk, hélt að mestu til í einu herbergi,
þó að húsrými sé reyndar nóg. Aðeins eitt hinna systkinanna lasn-
aðist lítilfjörlega af kverkaskít, dag eða svo, hin ekkert, svo að vart
yrði, og ekki foreldrar. Varð þessi veiki útbreiðsluminnst innan
heimilis þarna, svo að ég vissi til, þar sem hún á annað borð kom.
En þarna var önnur skýrasta lömunin. Handleggur annar lamaðist
alveg' framan olnboga.
Þegar ég vissi um þessa lömun, brauzt ég austur i foraðsveðri miklu.
Börn áttu að fara að mæta í skóla. Kom ég í 12 hús á Raufarhöfn,
skoðaði börnin og' hélt síðan norður með bæjum. Á öllum þessum
heimilum, nema einu, vestur í Blikalón, sem er nyrzt á Sléttunni að
vestan, var sami faraldurinn, nokkuð mismunandi að einkennum á
mönnum. Tíðust voru:
1. Hiti, venjulega lágur og stóð stutt, 1—4 daga oftast, og tiltölu-
lega fáum sló niður þarna eystra, hjá því, sem síðar varð.
2. Hálsbólga meiri eða minni. Hana fengu flestir, einhvern vott.
3. Ótiðari einkenni — hver maður fékk þó eitt eða fleiri, margir
flest eða öll: Höfuðverkur, bakþraut, rígur aftan í hálsi upp í
hnakka og ofan í bak (mjög algengt). Ógleði, uppsala, niður-
gangur, nasakvef, bronchitis (fágæt samt framan af), hlustar-
verkur, igerð í hlust, bólgnir eitlar aftan og sérstaklega neðan
við eyru. Þá bættist við hjá einstöku paresis neðri útlima og
loks lamanir. Tvær höfuðmyndir toguðust á, en voru oftast sam-
an á heimili: 1. Hiti, höfuðverkur, hálsrígur, bakþraut, ógleði
og önnur einkenni frá meltingarfærum. Þessi litgáfa líktist miklu
meir mænusóttinni 1924. Hún var bráðari, skammærri, en hættu-