Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Page 207
legri. 2. Hiti, hálsbólga, hlustarverkur og' yfir höfuð bólgur í
slímhimnum andfæra. Þessi tegundin varð æ tíðari, sem lengra
leið á veturinn, og um skeið afar þrá og oft þung — nema hvað
hálsbólga hvarf meir og meir úr sögunni.
Veikin hefir vafalaust borizt til Raufarhafnar snemma í október,
annaðhvort með bát, sem kom frá Húsavík, eða flóabátnum „Drangey"
frá Akureyri. Einn skipverja þar dó að sög'n úr veikinni. Hún gekk
ekki þarna eystra 1924 — nema ef til vill i einu húsi á Raufarhöfn,
að talið var þá, enda sluppu þáverandi sjúklingar þar nú. Nii útbreidd-
ist hún mjög ótt, sem inflúenza, um þorpið og grennd, var skýrari,
skammærri og vægari en vestar í héraðinu, þar sem hún kom síðar
og hafði verið 1924. í þessari ferð, í októherlok, sá ég fjölda sjúklinga.
Sum skólabörnin tilvonandi lágu, önnur voru nýkomin á fætur og
komu til skoðunar illa klædd í kuldaveðri slæmu, mörg enn með tölu-
verðan þrota í hálsi. Var þeim skipað í rúmið. Annars tók ég það ráð
í fyrstu að láta fólk ekki liggja lengi, og dug'ði það oftast þarna eystra,
og furðu fáum sló niður. A einu heimili, sem er uppi í heiði, um 10
km. frá Raufarhöfn, varð veikin sérstaklega slæm. Þar lagðist að
lokum allt fólkið, 8 menn, 2, 4, 8, 14, 15, 17, 37 og 40 ára að aldri.
Fékk allt háan hita, sumum sló niður, og flest lá svo að vikum skipti.
Einkum var ég hræddur um telpu 4 ára, er farið hafði á fætur eftir
stutta legu, en kastaðist niður með ofsahita og öllum aðdraganda að
lömun (höfuð-, háls- og bakþraut, ógleði) — en rétti skjótt við. Bróðir
hennar, 17 ára, fór ver. Hann hafði typiska mænusótt, eftir því sem
gerðist, og var einn af þeim fáu, sem féltk paresis í neðri útlimi. Átti
bág't vneð að ganga fyrst, og ég veit ekki hvort hann er jafngóður enn.
Móðir barnanna, 40 ára, lá og þungt og lengi.
I árslokin leitaðist ég við að rannsaka, hve margir hefðu sýkzt ótví-
rætt þarna eystra, þar sem veikin kom að ónumdu landi, og á hvaða
aldri þeir hefðu verið. Því miður er ekki aldur greindur á þeim, sem
ekki sýktust, en þess skal getið, að einkum á Raufarhöfn er tiltölu-
lega margt af börnum og unglingum, en fátt af gamalmennum. Ég
náði þó ekki skýrslum nema um 40 heimili, þ. e. allri eða mestallri
Raufarhöfn og' 5 sveitaheimilum, sunnan Raufarhafnar. Að því er
ég hezt veit, var hlutfallið svipað á bæjunum norðar, nema hvað veik-
in var þar á hverjum bæ. Á þau heimili kom ég öll, en taldi aldrei
sarnan.
A þessum 40 heimilum voru nú 257 menn. Á 5 þeirra, með samtals
18 mönnum, kom veikin ekki, að talið er. Eftir eru þá 35 heimili sýkt,
með 239 mönnum. Er talið, að 149 af þeim hafi sýkzt eða um 62%.
— Talið er, að allir hafi sýkzt á 9 af þessum 35 heimilum, og víða
sluppu 1—2. Ekkert heimili slapp í sveitinni, og þar var veikin al-
mennari og þyngri en í þorpinu. Aldur var þessi:
0— 1 árs: ........................
1