Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 208

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 208
20(5 30—40 ára: .................. 17 40—50 — .................... 16 50—60 — 4 60—70 — ..................... 4 149 Elzti sjúklingurinn var 66 ára. Telja má undarlegt, hve fátt er tekið af börnum á 1. ári. Má vera, að stafi af því, hve veikin var létt, að gætt- ist ekki, og þau sögðu ekki til. Ég skal nú játa, að ég naut aðstoðar vandaðra manna við þessa skýrslusöfnun, og að bæði þeim og mér og fólki mörgu var ekki fullljóst, sem nærri má geta, hvort það hefði haft mænusótt eða ekki. — Nú var hér greinilega samkynja faraldur, og ég sá mikinn hluta þessara sjúklinga. Held ég framtal þvi næst rétt. Hvað börnum á 1. ári viðvíkur, þá hafa mér alstaðar í hér- aðinu virzt þau sleppa létt, eða alveg nú. Loks skal þessa getið: Skömmu eftir að þessi skvrsla var gerð, var ég á ferð þarna eystra, og sá þá enn 4 nýja sjúklinga, og síðar veiktust enn nokkrir. Talan er að minnsta kosti ekki of há. Víkur þá sögunni hér vestur í sveitirnar, þangað sem mænusótt gekk 1924. Ég' áleit að um 30% héraðsbúa (að fráskildum Sléttung- um að mestu) hefðu sýkzt þá. Það mun hafa verið fyrstu daga í okt., að ég kom til konu einnar á Kópaskeri, 43 ára, er kvartaði um hitaslæðing, höfuðverk og magn- leysi. Sjálf var hún sannfærð um að hún hefði mænusótt, en af þeirri veiki stóð henni sérstaklega mikill ótti. Hún hafði ekki verið henni samtíða, en það hafði maður hennar verið og jafnvel fengið hana 1924. Hann var nú á fótum, en kvartaði um megnt máttleysi, höfuð- verk og bakverk. Ég hughreysti þessi hjón eftir föngum. Maðurinn var alheill daginn eftir og upp frá því. Af konunni spurði ég það síð- ar, að hún hefði farið á fætur nresta morgun með hitasnert, skánað, fengið svipaðan lasleika nokkru síðar og jafnvel aldrei kennt sig fullfríska, til þess hún svo lagðist með háan hita síðustu daga í okt- óber (26. eða 27. okt.). Hiti var nú 38,5—39,5 og meiri, en að öðru leyti kenndi hún einskis meins, ekki einusinni höfuðverks. Ég hafði álitið þenna lasleika hennar, er ég vissi um, kvef, er hér gekk þá. — Leið nú rúm vika, — þá gerði ég' — greip færi milli ferða — Widals blóðrannsókn, er negativ var. En er konan hafði legið í 10 daga, varð hún á einum sólarhring máttlaus upp að miðju með paralysis og meiri og minni paresis þar fyrir ofan upp að hálsi. Þetta var afleiðinga- mesta tilfellið í héraðinu og hið eina, að minnsta kosti hinna þyngri. sem var alveg laust við öll önnur einkenni en hitasótt — rnjög kyn- legt dæmi — nema ef fyrri lasleiki hennar hafi verið byrjunin, sem vel getur átt sér stað. Með nóvemberbyrjun fór nú að bera á veikinni á fleiri heimilum hér í Núpasveit, og börn þessarar konu lösnuðust fyrst um það bil, sem hún lamaðist. Nú kom veikin á heimili mitt og' víðar. Það er óvíst, hvaðan hún kom til Kópaskers, en víst, hvernig hún barst á mitt heimili. Stúlka, er verið hafði á Húsavík og innan um veikina þar, kom heim til sín á heimili hér í Núpasveit, og þá þegar úr því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.