Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Side 208
20(5
30—40 ára: .................. 17
40—50 — .................... 16
50—60 — 4
60—70 — ..................... 4
149
Elzti sjúklingurinn var 66 ára. Telja má undarlegt, hve fátt er tekið af
börnum á 1. ári. Má vera, að stafi af því, hve veikin var létt, að gætt-
ist ekki, og þau sögðu ekki til. Ég skal nú játa, að ég naut aðstoðar
vandaðra manna við þessa skýrslusöfnun, og að bæði þeim og mér
og fólki mörgu var ekki fullljóst, sem nærri má geta, hvort það hefði
haft mænusótt eða ekki. — Nú var hér greinilega samkynja faraldur,
og ég sá mikinn hluta þessara sjúklinga. Held ég framtal þvi næst
rétt. Hvað börnum á 1. ári viðvíkur, þá hafa mér alstaðar í hér-
aðinu virzt þau sleppa létt, eða alveg nú. Loks skal þessa getið:
Skömmu eftir að þessi skvrsla var gerð, var ég á ferð þarna eystra,
og sá þá enn 4 nýja sjúklinga, og síðar veiktust enn nokkrir. Talan
er að minnsta kosti ekki of há.
Víkur þá sögunni hér vestur í sveitirnar, þangað sem mænusótt
gekk 1924. Ég' áleit að um 30% héraðsbúa (að fráskildum Sléttung-
um að mestu) hefðu sýkzt þá.
Það mun hafa verið fyrstu daga í okt., að ég kom til konu einnar
á Kópaskeri, 43 ára, er kvartaði um hitaslæðing, höfuðverk og magn-
leysi. Sjálf var hún sannfærð um að hún hefði mænusótt, en af þeirri
veiki stóð henni sérstaklega mikill ótti. Hún hafði ekki verið henni
samtíða, en það hafði maður hennar verið og jafnvel fengið hana
1924. Hann var nú á fótum, en kvartaði um megnt máttleysi, höfuð-
verk og bakverk. Ég hughreysti þessi hjón eftir föngum. Maðurinn
var alheill daginn eftir og upp frá því. Af konunni spurði ég það síð-
ar, að hún hefði farið á fætur nresta morgun með hitasnert, skánað,
fengið svipaðan lasleika nokkru síðar og jafnvel aldrei kennt sig
fullfríska, til þess hún svo lagðist með háan hita síðustu daga í okt-
óber (26. eða 27. okt.). Hiti var nú 38,5—39,5 og meiri, en að öðru
leyti kenndi hún einskis meins, ekki einusinni höfuðverks. Ég hafði
álitið þenna lasleika hennar, er ég vissi um, kvef, er hér gekk þá. —
Leið nú rúm vika, — þá gerði ég' — greip færi milli ferða — Widals
blóðrannsókn, er negativ var. En er konan hafði legið í 10 daga, varð
hún á einum sólarhring máttlaus upp að miðju með paralysis og meiri
og minni paresis þar fyrir ofan upp að hálsi. Þetta var afleiðinga-
mesta tilfellið í héraðinu og hið eina, að minnsta kosti hinna þyngri.
sem var alveg laust við öll önnur einkenni en hitasótt — rnjög kyn-
legt dæmi — nema ef fyrri lasleiki hennar hafi verið byrjunin, sem
vel getur átt sér stað.
Með nóvemberbyrjun fór nú að bera á veikinni á fleiri heimilum
hér í Núpasveit, og börn þessarar konu lösnuðust fyrst um það bil,
sem hún lamaðist. Nú kom veikin á heimili mitt og' víðar. Það er
óvíst, hvaðan hún kom til Kópaskers, en víst, hvernig hún barst á
mitt heimili. Stúlka, er verið hafði á Húsavík og innan um veikina
þar, kom heim til sín á heimili hér í Núpasveit, og þá þegar úr því