Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 10
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
9
þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi
með hverri nýrri kynslóð. Heimavistarskóla fyrir heyrnarlaus börn má að því
leyti líta á sem vöggu táknmála.
Í Managúa í Níkaragúa var stofnaður fyrsti skóli fyrir heyrnarlaus börn
árið 1977 og þar gat málvísindafólk fylgst með máli verða til.24 Börnin höfðu
áður búið með fjölskyldum sínum, einangruð hvert frá öðru og átt samskipti
með heimatáknun. þegar þau hittust spratt fram mál úr heimatáknun þeirra
og látbragði. Máli elstu kynslóðanna í skólanum var lýst sem blendingsmáli
(e. pidgin) með einfaldan orðaforða og málfræði en með hverjum nýjum
nemendahópi, sem bættist við og tileinkaði sér málið kom ný málhegðun,
nýir mállegir eiginleikar urðu til og málið varð flóknara.25 Ann Shengas
bendir á að NSl hafi ekki orðið til fyrr en í skólanum var samfélag árganga
af heyrnarlausum börnum sem hver um sig gaf nýjum árgöngum hráefni
til þessa að móta úr nýja málfræði.26 James Shephard Kegl 27segir að upp-
fylla þurfi fjögur skilyrði til þess að aðstæður skapist fyrir þróun máls meðal
heyrnarlausra barna: (1) þörf fyrir samskipti, (2) hópur af heyrnarlausum
börnum á næmisskeiði fyrir mál, (3) líffræðilegur hæfileiki til þess að búa til
tungumál og (4) frjáls tími þeirra saman.28
Mál, sem þróast í blönduðum samfélögum heyrandi og heyrnarlausra,
virðast vera með annars konar formgerð en hefðbundin táknmál sem notuð
eru innan döff samfélaga. Kennsla heyrnarlausra hér á landi hófst í blönduðu
málsamfélagi hjá séra Páli Pálssyni. Hann hélt skóla á heimili sínu frá árinu
24 Sjá til dæmis Judy Kegl, Ann Senghas, og Marie Coppola, „Creation through Con-
tact. Sign language Emergence and Sign language Change in Nicaragua“, Lang-
uage Contact and Language Change. The Intersection of Language Acquisition, Creole
Genesis, and Diachronic Syntax, ritstjóri Michael Degraff, Cambridge MA: MIT
Press, 1999, bls. 179–237.; Judy Kegl, „Nicaraguan Sign language Projects“, North
Yarmouth, sótt 4. október 2022 af http://www.nicaraguansignlanguageprojects.org/
Home_Page.php; lisa Rissman og fleiri, „The communicative importance of agent-
backgrounding“.
25 Judy Kegl, Ann Senghas, og Marie Coppola, „Creation through Contact Sign
language Emergence and Sign language Change in Nicaragua“, bls. 179–237.
26 Ann Senghas, „Intergenerational influence and ontogenetic development in the
emergence of spatial grammar in Nicaraguan Sign language“, Cognitive Develop-
ment 18: 4/2003 bls. 511–531, hér bls. 530.
27 James Shephard Kegl stýrir ásamt eiginkonu sinni Dr. Judy Shepard-Kegl málfræð-
ingi samtökum Nicaraguan Sign language Projects sem veita stuðning til tákn-
málskennslu í Nikaragúa.
28 lindsey Williams, „Nicaraguan Sign language – language Stories: Episode 11“,
Youtube, 27. apríl 2018, sótt 4. október 2022 af https://www.youtube.com/watch?v=-
t6Wtwz1P7zI&t=104s.