Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 14
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
13
guðrún Skúladóttir (viðtöl tekin 2006), Katla þórðardóttir (viðtal
tekið 2009), Anna Jóna lárusdóttir (viðtal tekið 2022) og Berglind
Stefánsdóttir (viðtal tekið 2022).
c. Viðtöl við færeyskan sjómann, Daníel Jensen (tekin 2005 og 2006),
sem bjó í Danmörku, talaði DTS og fluttist til Íslands árið 1956, um
döff samfélagið sem mætti honum hér.
d. Viðtöl við þrjá heyrandi afkomendur fólks sem talaði fingramál, þau
Halldóru Jónsdóttur (tekin á árunum 2009, 2010 og 2012), sem tal-
aði bæði fingramál og ÍTM, guðmund ólafsson (frá 2022) og Unni
Sigursveinsdóttur (frá 2022).
greining á viðtölunum beindist að innihaldi þess sem var sagt en einnig
að því hvernig sagt var frá og hvað fólk valdi að tala um. Auk viðtala voru
samhliða notuð opinber gögn, söguleg gögn, tímaritsviðtöl og greinar til
þess að skilja betur félagslegt samhengi sem fólkið og tungumálið voru í. Að
greiningu lokinni voru valdar lykilpersónur og þær fengnar til þess að lesa
yfir greiningu og tilgátur. Almennt var fólk sammála greiningunni og gat
bætt við upplýsingum sem studdu þær sem fram voru komnar. Tekið var tillit
til athugasemda sem komu fram.
Upp úr rituðum heimildum frá þjóðskjalasöfnum Íslands og Danmerkur,
úr tíðindum um stjórnarmálefni Íslands, kirkjubókum, Íslendingabók, íbúa-
skrám og manntölum, blöðum og tímaritum var unninn æviferill heyrnar-
lausra nemenda, eftir að þeir urðu skólaskyldir í Danmörku árið 181740 og
eftir að kennsla hófst á Íslandi árið 186741 á meðan prestar sáu um hana.
Dregnar voru ályktanir um ferli, sem gætu hafa leitt til þróunar íslensks
táknmáls og döff menningar, af sögu fólksins, umfjöllun um kennsluaðferðir
og nemendur í skólum fyrir heyrnarlaus börn í Alþingistíðindum, greinum og
öðrum rituðum heimildum. Sjónum var fyrst og fremst beint að því hvenær
samfélag skapaðist þar sem mál og menning gat þróast og nýjar kynslóðir
gátu lært málið af þeim eldri.
Döff samfélag á Íslandi er lítið eða um 300 manns. Tengsl á milli fólks
í samfélaginu eru náin og er þeim oft líkt við fjölskyldutengsl. Útilokað er
annað en að þekkja helstu persónur sem koma við sögu á 20. öldinni. Upp-
40 C. goos, Det Kongelige Døvstumme-Institut i København 17. april 1807 - 17. april
1907, København: H. Meyers Bogtrykkeri, 1907, bls. 52.
41 Tilskipun handa Íslandi, um kennslu heyrnar- og málleysingja, og fl. (á Íslenzku og
Dönsku).“ bls 463.