Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 21
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
20
máli, að þeir nemi aðalatriði kristinnar trúar og geti gert grein fyrir trú sinni,
að þeir geti lesið og haft gagn af einföldum bókum, unnið fyrir sér og verði
ekki öðrum til þyngsla. þá lærðu nemendur einfaldan reikning, tímatal og
dýrafræði. Engin áhersla var lögð á raddmál hvorki að tala það né lesa af
vörum. Í greininni kemur jafnframt fram að ráðinn hafi verið heyrnarlaus
aðstoðarkennari árið 1871, Kristján Jónsson sem hafði verið við nám í Kaup-
mannahöfn.72 Sú ráðning bendir til þess að Páll hafi haft skilning á því að
sá, sem líka var heyrnarlaus, ætti betra með að kenna heyrnarlausum nem-
endum. Hann sagðist hafa þurft að kenna Kristjáni dálítið í íslensku bókmáli
og útleggja fyrir honum á dönsku verkefnið,73 sem bendir reyndar ekki til
þess að hann hafi sjálfur verið fær í dönsku táknmáli eða „bendingum“ þótt
hann hafi skilið mikilvægi þess fyrir nemendur sína. Með ráðningu Krist-
jáns, sem vinnumanns og aðstoðarkennara, var komin á tenging við danskt
táknmál, sem hann gat notað með heyrnarlausum nemendum í kennslu og
vinnu á bænum. Kristján vann hjá Páli í sex ár en drukknaði 25 ára gamall í
Skaftá í desember 1877.74
Samtals komu 20 heyrnarlausir nemendur til Páls í þau 23 ár sem
hann hélt úti kennslu en hann drukknaði á afmælisdaginn sinn árið 1890 í
grímsá.75 Nemendur hans voru á aldrinum frá 10-25 ára þegar þeir komu
í kennslu og því allir komnir af máltökualdri. Heimili Páls var jafnan fjöl-
mennt, frá 11 til 28 manns og mest fimm heyrnarlausir nemendur. því má
segja að nemendur hafi búið við heyrandi formgerðir í málumhverfi sínu.
Kennslan miðaðist við að undirbúa nemendur undir að vinna sveitavinnu
og fóru flestir nemendur heim í sína sveit eftir skólavist og fermingu, eins og
lögin sögðu til um. Páll útvegaði nokkrum vist og tveir nemendur gerðust
vinnuhjú hjá honum. átta af nemendum hans unnu fyrir sér sem vinnu-
hjú eftir nám, oftast í heimasveit. þrír voru ómagar eða niðursetningar og
þrír til viðbótar voru sagðir „bjánar“ og óhæfir til náms. Ein stúlkan, Anna
Sigríður Magnúsdóttir, fór til Ameríku, einn finnst ekki í manntölum eftir
veruna hjá Páli, einn lést meðan á dvölinni stóð og einn var stuttan tíma hjá
72 Páll Pálsson, „Heyrnar- og málleysingjaskólinn á Prestbakka“, Víkverji 2: 6 og
7/1874, bls. 133–136 og 137–140, hér bls. 134 og 140 sótt 20. september 2022 af
https://timarit.is/page/2059411?iabr=on#page/n3/mode/2up.
73 Sama rit, bls. 140.
74 þÍ. Kirkjubæjarklaustur á Síðu - prestakall 0-156 BA/3-1-1, 1864-1892, bls. 1–95,
hér bls. 88 sótt 20. ágúst 2022 af þjóðskjalasafn Íslands - Skjalaskrár.
75 þá voru þeófílus og Steinunn enn hjú og nemendurnir voru guðbjörg Jóhannesar-
dóttir 12 ára og Pétur Bjarnason 14 ára.