Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 22
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
21
Páli og varð síðar grasalæknir. Tveir öfluðu sér frekari menntunar og urðu
skósmiðir, þórarinn Brandsson í Reykjavík og Pétur Bjarnason á Akureyri.
Ekki er hægt að sjá að hópurinn, sem lærði hjá Páli og Kristjáni Jónssyni,
hafi myndað málsamfélag saman eftir námið þar sem íslenskt táknmál þró-
aðist áfram en hér á eftir verða þeir taldir sem hugsanlega gætu hafa tengst
málsamfélaginu sem myndaðist síðar.
Séra ólafur Helgason var fenginn til þess að taka að sér kennslu heyrnar-
lausra að Páli látnum og var sendur til Kaupmannahafnar til náms. á þeim
tíma var í Danmörku lögð megináhersla á talaðferðina í kennslu. Stofnaðir
höfðu verið nýir skólar, þar sem talaðferðin var eingöngu notuð og ekki
táknmál. Séra ólafur dvaldi þar í nokkra mánuði og eftir heimkomuna þann
1. október árið 1892 hóf hann að kenna heyrnarlausum nemendum. Í skól-
anum voru 9–12 börn og námstíminn var sex ár.76 Meginmarkmið kennsl-
unnar var að kenna nemendunum íslensku og kristinfræði svo hægt væri að
ferma þau.77 Engin áhersla virðist hafa verið lögð á táknmál eins og hjá Páli.
Miðað við lýsingar ólafs á kennsluaðferðum virðast þeir nemendur sem
kennslu gátu notið, eins og hafði verið hjá Páli, vera þeir sem nokkra mál-
töku höfðu fengið á íslensku áður en þeir misstu heyrn frekar en þeir væru
fæddir heyrnarlausir. Séra gísli Skúlason tók við skólanum á Stóra Hrauni
haustið 1906 og stjórnaði honum í tvö ár. áherslur hans í kennslunni voru
þær sömu og ólafs. Báðir notuðu, með nemendum sínum, danskt fingras-
tafróf til þess að stafa íslensku.78 guðbjörg Jóhannesardóttir, sem áður hafði
verið nemandi séra Páls, gerðist hjú á Stóra Hrauni á þeim tíma sem þar var
kennsla heyrnarlausra79 og gæti hafa flutt áfram áhrif frá því máli sem notað
var á heimili Páls.
Heyrnarlaust fólk bjó dreift um landið á þessum tíma þar sem prestar
höfðu komið því fyrir. Í manntali 1860 eru 54 einstaklingar taldir dauf-
dumbir, 55 í manntali 1870 og 67 árið 1890. Í Landshagsskýrslum fyrir Ísland
árið 1906 kemur fram að heyrnar- og málleysingjar væru 66. þeir væru byrði
76 ólafur þ. Kristjánsson, „Málleysingjakennsla hér á landi“, Menntamál 18: 1/1945,
ritstjóri ólafur þ. Kristjánsson, bls. 1–28, hér bls. 7–17, sótt 8. september 2022 af
Menntamál - 1. Tölublað (01.01.1945) - Tímarit.is (timarit.is).
77 þÍ, Biskupsskjalasafn, Bsp C V,73 A, Bréf til biskups úr árnessprófastsdæmi, 1898-
1904.
78 gísli Skúlason, „Um daufdumbraskóla og daufdumbrakenslu“, Nýtt kirkjublað
15/1907, ritstjóri Jón Bjarnason, bls. 169–174, hér bls. 171, sótt 8. september 2022
af Nýtt kirkjublað - 15. Tölublað (20.08.1907) - Tímarit.is (timarit.is).
79 þÍ manntöl, 1901 Stóra Hraun, Þjóðskjalasafn Íslands, sótt 22. október 2022 af
Manntalsvefur þjóðskjalasafns Íslands.