Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 24
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
23
ættingjum eða í heimahúsum en síðar saman á heimavist og komu þeir yngri
inn í skólann en áður eða allt frá átta ára aldri. Skilyrði, sem James Shephard
Kegl85 telur nauðsynleg til þess að mál byrji að þróast, voru betur uppfyllt
í nýja skólanum með því að börnin sem komu inn í skólann voru yngri og
fleiri. Önnur mikilvæg breyting varð eftir að skólinn varð ríkisskóli. Hún
var sú að nemendur voru ekki sendir heim í heimasveit eftir að skóla lauk og
komið þar fyrir af presti.
þéttbýliskjarnar voru farnir að stækka og til varð markaður fyrir iðnaðar-
menn. Drengirnir í skólanum lærðu margir einhverja iðn eins og skósmíði,
bakaraiðn, söðlasmíði, klæðskeraiðn, húsgagnabólstrun, ljósmyndun og tré-
smíði. Margir settust að eftir skóla í ört vaxandi Reykjavík en einnig á Akur-
eyri. þar mynduðust lítil málsamfélög eða döff rými. Sjö fyrrum nemendur
prestanna höfðu einnig sest að í Reykjavík og Hafnarfirði og hafa líklega
tengst hópnum.86
Jón Kristinn Sigfússon var í skólanum á Stóra Hrauni og flutti með hon-
um til Reykjavíkur. Jóna guðrún Skúladóttir barnabarn hans sagði um afa
sinn að hann hafi verið góður í íslensku, stafað allt og ekki talað táknmál. Öll
systkini hans og móðir hefðu kunnað fingrastöfun. Hann hefði líka getað
skrifað íslensku. Fjölskylda Jóns bjó í Reykjavík og eftir að hann lauk námi
fór hann að nema bakaraiðn í Alþýðubrauðgerðinni. Að sögn Jónu lærði
kennari hans fingrastöfun og kenndi hann honum í fjögur ár í gegnum ritaða
og fingrastafaða íslensku. Eftir að Jón lauk sveinsprófi fékk hann vinnu í
Alþýðubrauðgerðinni og varð fyrsti bakarinn í hópi heyrnarlausra. Tryggvi
Jónsson var, að sögn Jónu, annar af þessari kynslóð til þess að læra iðn og
varð hann bólstrari. Samkvæmt henni var Tryggvi heyrnarskertur og mjög
góður í að skrifa íslensku.
Jón hélt áfram að hitta gömlu félaga sína frá Stóra Hrauni í skólanum
eftir að hann hóf bakaranám og kynntist Sigríði Kolbeinsdóttur. Jóna sagði
hana hafa misst heyrn fjögurra ára gamla og taldi að í fjölskyldu Sigríðar
hefði einungis ein systir kunnað fingramál. ólafur guðmundsson byrjaði í
skóla á Stóra Hrauni og flutti með honum til Reykjavíkur árið 1908, þá 10
ára gamall. Eftir útskrift fór hann til foreldra sinna í Ölfusi en fjölskyldan
85 lindsey Williams, Nicaraguan Sign language – language Stories: Episode 11.
86 þórarinn Brandsson skósmiður, sem áður var á Prestbakka hjá Páli og fyrrum nem-
endur á Stóra Hrauni, ólafur Björnsson skósmiður, Jóhannes Benjamínsson skó-
smíðanemi, Sigurður árnason (f. 1885) sem bjó hjá foreldrum sínum og 1920 var
guðni árnason verkamaður hjá Rafveitu Reykjavíkur. Auk þeirra var í Hafnarfirði
guðmundur Ísleifsson sjómaður. Jón Kristinn Sigfússon hafði verið nemandi á
Stóra Hrauni en fluttist til fjölskyldu sinnar í Reykjavík þegar kennslu þar var hætt.