Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 27

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 27
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR 26 Miðað við athugasemdir í manntölum og umsagnir í kirkjubókum höfðu margir nemenda Páls misst heyrn. þeir höfðu því náð að tileinka sér mál og þroska stöðvar í heila sem fást við tungumál. Yfirleitt voru þeir unglingar eða ungt fólk, 10–25 ára, þegar þeir hittu aðra heyrnarlausa og gera má ráð fyrir að flestir hafi haft grunn í íslensku. Páll gæti hafa lært eitthvað í dönsku táknmáli á meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn í fyrra skiptið en skrif hans benda þó ekki til þess að hann hafi náð færni í því. þó gæti hann hafa notað dönsk tákn (bendingar) að einhverju leyti í samskiptum sínum við nemendur í kennslustundum en líklegast er að fingrastöfuð íslenska hafi verið ráðandi fyrstu árin. Eins og fram hefur komið bættist Kristján Jónsson, sem lært hafði í Kaupmannahöfn, í hópinn sem vinnumaður og aðstoðarkennari í fjarveru Páls frá árinu 1871. Hann kenndi nemendum bendingamál og fingramál og auk þess sveitavinnu utan kennslustundanna.92 á heimilinu hjá Páli var heyrandi fólk í meirihluta. líklegt er að mál- gerðin hafi orðið fyrir áhrifum af félagstengslum með heyrandi yfirráðum og einkennst af mismunandi kunnáttu heyrandi fólks sem notaði málið.93 Fingrastöfuð íslensk orð og íslensk setningagerð hefur líklega verið ráðandi en auk þess er eðlilegt að notaðar hafi verið aðstæðubundnar bendingar og náttúrulegt látbragð sem fylgir venjulegum samskiptum á rödduðu máli og líkt hafi verið eftir athöfnum, verklagi og handtökum við notkun áhalda. Miðað við þessar vangaveltur hefðu auk fingrastafrófs verið notuð til- tölulega fá handform, táknrýmið verið stórt, bendingar verið mikið notaðar á raunverulega staðsetningu persóna og staða, sem byggðu á sameiginlegri þekkingu. Sama táknið verið notað með mismunandi merkingu eftir því í hvaða samhengi það var notað og því ekki skilist án samhengisins. líklegt er að málfræðin hafi verið líkari raddmálsmálfræði en táknmálsmálfræði eins og hún er í dag. Victoria Nyst bendir á að í táknmálum, sem eru notuð í blönduðum samfélögum döff og heyrandi, þróist ekki sammyndun og aðrar flóknar formgerðir þar sem þær séu heyrandi fólki erfiðar.94 Sammyndanir og próformasagnir hafa því sjaldan eða aldrei komið fyrir og sama hefur gilt um áttbeygingarkerfi sagna.95 92 Páll Pálsson, „Heyrnar- og málleysingjaskólinn á Prestbakka“, bls. 140. 93 Sbr. Annelies Kusters, „Deaf gain and Shared Signing Communities“, bls. 293; Ulrike Zeshan og Connie de Vos, „Introduction“, bls. 11; Susan goldin-Meadow, „Watching language grow“, bls. 2271–2272; William Washabaugh, „The Organiza- tion And Use Of Providence Island Sign language“, bls. 88–89. 94 Victoria Nyst, „Shared Sign languages“, bls. 564. 95 Sbr. Ulrike Zeshan og Connie De Vos, „Introduction“, bls. 10–12.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.