Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 29
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
28
tala tungumál félagslegur gjörningur. Til þess að mál þróist áfram og lifi
þarf að vera til samfélag sem ber það áfram kynslóð eftir kynslóð. það var
ekki fyrr en eftir að skólinn flutti til Reykjavíkur og þéttbýlisstaðir fóru að
stækka eftir aldamótin 1900 sem döff samfélag fór að myndast og því hefðu
nemendur Páls getað sameinast. þórarinn Brandsson skósmiður lærði fagið
og starfaði í Reykjavík og seinna flutti Sigríður Jónsdóttir þangað líka. gera
má ráð fyrir að þau hafi tengst samfélagi sem þar varð til.
Fingramálið
Fram kom í viðtölum við ættingja nemenda frá Stóra Hrauni og nemenda
skólans í Reykjavík, þau guðmund ólafsson og Unni Sigursveinsdóttur,
að algengara hafi verið áður en er nú að heyrandi fólk kynni fingrastafróf
og notaði það til að fingrastafa íslensku í samskiptum við heyrnarlausa fjöl-
skyldumeðlimi og vini. Í viðtali við guðmund kom fram að afi hans hefði út-
búið ljósmyndir af fingrastafrófinu og deilt út til þeirra sem hann umgekkst.
Fólk hefði síðan lært fingrastafrófið til þess að eiga við hann samskipti. guð-
mundur sagði að Pétur Bjarnason, sem var í skóla hjá Páli síðustu árin, hefði
verið besti vinur afa síns og sagðist hann hafa farið með honum í heimsóknir
til Péturs. þeir hefðu spjallað mikið á fingramáli en hann taldi þá ekki hafa
talað táknmál. Margir heyrnarlausir vinir hefðu komið í heimsókn til guð-
mundar Trjámannssonar, fjórir til fimm hefðu verið reglulegir gestir. Fólkið,
sem var saman í skóla hjá Margréti Rasmus, hefði farið saman í ferðir um
landið og guðmundur tekið myndir af hópnum á ferðum þeirra.
guðmundur ólafsson sagði að fingramálið, sem fyrst var notað, hefði
fyrst og fremst verið fingrastöfuð íslensk orð. Táknmálið hefði komið seinna
og afi hans hefði skilið það. guðmundur skildi vini sem komu til afa hans
þegar einungis var stafað en eftir að táknmálið bættist við skildi hann ekki
samskiptin. Unnur Sigursveinsdóttir, barnabarn Friðriks Jónssonar, sagði að
börn hans og eiginkona, systkin og systkinabörn hafi talað fingramál. þeir
sem ekki kunnu fingramál gátu skrifast á við hann og notuðu stundum til
þess eldhúsvegginn. Ekki mundi hún eftir táknum eða að reynt hefði verið
að nota varalestur.
Fingramál sést í viðtölum sem voru tekin við heimilisfólk á elliheimili
fyrir heyrnarlausa í Vesturhlíð árið 1994. Fólkið, sem hafði verið í skóla hjá
Margréti Rasmus, var þá á aldrinum 80–90 ára. áhrif íslensku og heyrandi
fólks á málþróunina voru mikil. Sigríður Kolbeinsdóttir sagði að kennslan
í skólanum hefði falist í því að nemendur hefðu setið og stafað með fing-