Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 37

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 37
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR 36 Frásagnamáti, sviðsetning, sjónarhorn og myndmál kvikmynda og táknmála eru þannig að mörgu leyti hliðstæð. Í bíómyndunum sáu börnin kúreka og indíána, slagsmál og stríð en einnig fólk sem felldi hugi saman og kysstist. þar sögðu þau að mörg tákn hefðu byrjað að þróast. þau hefðu lært mikið af kvikmyndum og fengu þar greinilega góðan efnivið til þess að örva þróun málsins. Sirrý tók dæmi af nokkrum táknum sem urðu til í barnahópnum. hræddur var gert með því að slá með fingurgómum hratt í hjartastað og táknaði hraðan hjartslátt, sjómaður var táknað með því að veifa með hend- inni í stefnu á sjóinn, slátur með því að ýta á magann með öllum fingrum, að slátra var að líkja eftir því að skjóta á hálsæðina eða á ennið. lýsingar Sirrýar á málinu falla vel að lýsingum fræðimanna á fyrstu kyn- slóð táknmála. Að segja að málið hafi verið gróft bendir til þess að tákn- rýmið hafi verið stórt sbr. hoppa. það að ekki hafi verið næmni í því bendir til þess að málfræðin hafi verið stutt á veg komin, táknin hafi verið fá og hafi haft margar merkingar eftir samhenginu. Hún tók dæmi af tákninu skóli og læra sem var sama táknið og eins og hjá gamla fólkinu og því líklega úr dönsku táknmáli. þá var málið enn þá aðstæðubundið og bendingar vísuðu til raunverulegra staða eins og í tákninu sjómaður. á meðan heimavist var við skólann voru börnin í táknmálssamfélagi, sem þau sjálf mynduðu, utan kennslustundanna og frjáls undan heyrandi af- skiptum. þau fóru ekki heim um helgar og mörg ekki heldur um jól en voru að mestu í döff rými. Döff formgerðir urðu til þar og málið gat þróast áfram með hverjum nýjum nemendahópi sem bættist við. Sirrý sagðist hafa séð fingramál en hún hafi ekki skilið fingrastafrófið. það hafi ekki verið fyrr en Hervör guðmundsdóttir fékk vinnu í skólanum og kenndi nemendunum fingrastafróf að hún fór að skilja það betur. Í við- tali við Hervöru kemur fram að hún var nemandi hjá Margréti Rasmus frá 1938–1944 og síðar hjá Brandi í eitt ár. Brandur fékk hana síðan til þess að passa börnin í heimavistinni. Hún gat stillt til friðar, huggað og útskýrt. Hún kenndi börnunum táknmál og fingrastafróf og veitti þeim hlýju og væntum- þykju. þetta breytti miklu fyrir þau og Anna Jóna lárusdóttir sagði þau hafa kallað hana mömmu. Stefanía eða Stebba, dóttir Sigríðar Kolbeinsdóttur og Jóns Kristins Sig- fússonar eignaðist heyrnarlausa stúlku, Jónu, sama ár og Brandur tók við Málleysingjaskólanum árið 1944. Stefanía var einstæð móðir og úr varð að Halldóra systir hennar, sem var heyrandi, ættleiddi Jónu. þegar Jóna var fjögurra ára gömul fór hún í Heyrnleysingjaskólann. ólíkt hinum börn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.