Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 66
TáKnMáL OG RaDDMáL
65
nokkurn veginn sömu einingar í setningafræði og raddmál. Þannig skiptast
orð í orðflokka, bæði í raddmálum og táknmálum, til dæmis nafnorð, sagn-
orð, lýsingarorð og atviksorð. að vísu er ekki alltaf auðvelt að greina milli
orðflokka í táknmálum því algengt er að sama táknið geti bæði verið nafnorð
og sagnorð eða lýsingarorð og atviksorð.61 Í sumum tilvikum getur beyging
gefið til kynna orðflokk, til dæmis í nafnorðum sem hafa sérstaka fleirtölu-
mynd eða sögnum sem geta tekið einhvers konar tíðarhorf, en oft er það
setningafræðilegt samhengi sem greinir þarna á milli. Síðarnefnda atriðið
má sjá í eftirfarandi dæmum úr ÍTM (sem tekin eru af is.signwiki.org) þar
sem frumlagið er ósagt eins og algengt er í táknmálum:
(5a) biðja þú rólegur ‘Ég bið þig að vera rólegur.’ (lýsingarorð)https://
is.signwiki.org/index.php/Trufla
(5b) keyra rólegur ‘Við keyrðum rólega.’ (atviksorð)
https://is.signwiki.org/index.php/Sumarbústaður
Í báðum þessum dæmum kemur fyrir tákn sem glósað er rólegur en af sam-
henginu í (5b) má ráða að þarna er það notað sem atviksorð enda er hlutverk
þess að lýsa nánar sagnorðinu keyra.
Eins og áður hefur komið fram hafa táknmál yfirleitt mjög lítið af kerfis-
orðum, það er orðum úr lokuðum orðflokkum sem hafa ekki skýra merkingu
og gegna fremur málfræðilegu hlutverki. Hér má einkum nefna forsetning-
ar og samtengingar. Reyndar má segja að forsetningar séu að miklu leyti
óþarfar í táknmálum enda er auðvelt að sýna afstöðu hluta í táknrýminu,
til dæmis í setningum eins og ‘Vasinn er á borðinu’. Þá eru látbrigði iðulega
notuð í stað samtenginga. Í ÍTM er t.d. hægt að sýna samtengingu setninga-
liða með því að færa efri hluta líkamans úr hlutlausri stöðu til hliðanna.62
Samtengingarnar og, en og eða eru reyndar til í ÍTM en þær voru sérstak-
lega búnar til vegna þess að heyrandi einstaklingar töldu ranglega að þessi
tákn væru nauðsynleg.
61 Í sumum táknmálum eru til kerfisbundnar leiðir til að greina á milli sagna og nafn-
orða sem hafa sömu rót og eru merkingarlega skyld, sbr. sit og chair; sjá til dæmis
Ted Supalla og Elissa L. newport, „How Many Seats in a Chair? The Derivation
of nouns and Verbs in american Sign Language“, Understanding Language through
Sign Language Research, ritstjóri Patricia Siple, new York: academic Press, 1978,
bls. 91–133.
62 Sjá Elísu Guðrúnu Brynjólfsdóttur og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur, „að tengja
saman epli og appelsínur. aðaltengingar í íslenska táknmálinu“, Íslenskt mál og
almenn málfræði 36, 2014, bls. 127–137.