Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 66
TáKnMáL OG RaDDMáL 65 nokkurn veginn sömu einingar í setningafræði og raddmál. Þannig skiptast orð í orðflokka, bæði í raddmálum og táknmálum, til dæmis nafnorð, sagn- orð, lýsingarorð og atviksorð. að vísu er ekki alltaf auðvelt að greina milli orðflokka í táknmálum því algengt er að sama táknið geti bæði verið nafnorð og sagnorð eða lýsingarorð og atviksorð.61 Í sumum tilvikum getur beyging gefið til kynna orðflokk, til dæmis í nafnorðum sem hafa sérstaka fleirtölu- mynd eða sögnum sem geta tekið einhvers konar tíðarhorf, en oft er það setningafræðilegt samhengi sem greinir þarna á milli. Síðarnefnda atriðið má sjá í eftirfarandi dæmum úr ÍTM (sem tekin eru af is.signwiki.org) þar sem frumlagið er ósagt eins og algengt er í táknmálum: (5a) biðja þú rólegur ‘Ég bið þig að vera rólegur.’ (lýsingarorð)https:// is.signwiki.org/index.php/Trufla (5b) keyra rólegur ‘Við keyrðum rólega.’ (atviksorð) https://is.signwiki.org/index.php/Sumarbústaður Í báðum þessum dæmum kemur fyrir tákn sem glósað er rólegur en af sam- henginu í (5b) má ráða að þarna er það notað sem atviksorð enda er hlutverk þess að lýsa nánar sagnorðinu keyra. Eins og áður hefur komið fram hafa táknmál yfirleitt mjög lítið af kerfis- orðum, það er orðum úr lokuðum orðflokkum sem hafa ekki skýra merkingu og gegna fremur málfræðilegu hlutverki. Hér má einkum nefna forsetning- ar og samtengingar. Reyndar má segja að forsetningar séu að miklu leyti óþarfar í táknmálum enda er auðvelt að sýna afstöðu hluta í táknrýminu, til dæmis í setningum eins og ‘Vasinn er á borðinu’. Þá eru látbrigði iðulega notuð í stað samtenginga. Í ÍTM er t.d. hægt að sýna samtengingu setninga- liða með því að færa efri hluta líkamans úr hlutlausri stöðu til hliðanna.62 Samtengingarnar og, en og eða eru reyndar til í ÍTM en þær voru sérstak- lega búnar til vegna þess að heyrandi einstaklingar töldu ranglega að þessi tákn væru nauðsynleg. 61 Í sumum táknmálum eru til kerfisbundnar leiðir til að greina á milli sagna og nafn- orða sem hafa sömu rót og eru merkingarlega skyld, sbr. sit og chair; sjá til dæmis Ted Supalla og Elissa L. newport, „How Many Seats in a Chair? The Derivation of nouns and Verbs in american Sign Language“, Understanding Language through Sign Language Research, ritstjóri Patricia Siple, new York: academic Press, 1978, bls. 91–133. 62 Sjá Elísu Guðrúnu Brynjólfsdóttur og Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur, „að tengja saman epli og appelsínur. aðaltengingar í íslenska táknmálinu“, Íslenskt mál og almenn málfræði 36, 2014, bls. 127–137.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.