Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 70
TáKnMáL OG RaDDMáL
69
andi táknmál.72 Þetta má til dæmis sjá í táknunum smjör (https://is.signwiki.
org/index.php/Smjör), rauður (https://is.signwiki.org/index.php/Rauður) og
hugmynd (https://is.signwiki.org/index.php/Hugmynd). Í fyrsta tákninu er
vísað til þess hvernig smjöri er smurt á brauð, í næsta tákni er vísifingri rennt
eftir efsta hluta hökunnar og þar með beint fyrir neðan rauðar varir og í því
síðasta er flötum lófa slegið tvisvar sinnum hægra megin á ennið (en vinstra
megin ef táknarinn er örvhendur) og þar með vísað til hugsunar. Sennilega
eru fá tákn í ÍTM svo endurspeglandi að allir ættu að átta sig á merkingu
þeirra strax við fyrstu sýn en þetta hefur þó ekki verið rannsakað.
Endurspeglun í táknmálum vekur óneitanlega spurningar um þá almennt
viðurkenndu kenningu að samband forms og merkingar orða sé tilviljana-
kennt í tungumálum en hún er yfirleitt eignuð svissneska málfræðingnum
Ferdinand de Saussure (1857–1913).73 Þessi kenning á betur við um radd-
mál enda er mjög auðvelt að benda á orð í raddmálum sem falla undir þessa
kenningu. Það er til dæmis ekkert við íslenska orðið hundur sem segir okkur
hvers konar fyrirbæri þetta er. Samt sem áður eru dæmi um endurspeglun í
raddmálum, einkum svonefndir hljóðgervingar en það eru meðal annars orð
sem líkja eftir hljóðum úr náttúrunni, sbr. voffi eða brabra. auk þess mætti
nefna sagnir eins og ískra, blístra og hvískra sem minna óneitanlega á hljóðin
sem þær lýsa.74 Það er líka vel þekkt að hljóð geta gefið til kynna tiltekna
eiginleika orðsins en þetta fyrirbæri nefnist hljóðtáknun (e. sound symbolism).
Til dæmis hafa rannsóknir á tilbúnum orðum sýnt að málnotendur tengja
fjarlæg og uppmælt sérhljóð eins og /a/ við stóra hluti en nálæg og fram-
mmælt sérhljóð eins og /i/ eða /í/ við litla hluti.75
Hljóðtáknun getur líka skipt miklu máli í ljóðum og mörg skáld eru mjög
meðvituð um það hvernig hljómrænir eiginleikar ljóðs geta ýtt undir þá til-
72 Elena Pizzuto og Virginia Volterra, „Iconicity and Transparency in Sign Languages.
a cross-linguistic Cross-cultural view“, The Signs of Language Revisited. An Anthology
to Honor Ursula Bellugi and Edward Klima, ritstjórar Karen Emmorey og Harlan
Lane, Hillsdale, nJ: Erlbaum, 2000, bls. 261–286.
73 Ferdinand de Saussure, Course in General Linguistics, ritstjórar Perry Meisel og Haun
Saussy, þýðandi Wade Baskin, new York: Columbia University Press, 2011, bls.
67–70.
74 Kristján árnason, Stíll og bragur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2013, bls.
401.
75 Kazuko Shinohara og Shigeto Kawahara, „a Cross-linguistic Study of Sound Sym-
bolism. The Images of Size“, Annual Meeting of the Berkeley Linguistics Society 36:
1/2010, bls. 396–410. óformlegar kannanir sem ég hef gert benda til þess að þetta
eigi líka við um íslensku.