Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 84
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
83
horfastýring er viðbót Reagan við undirflokka málstýringar en Harald
Haarmann hafði fyrr lagt til að fjallað yrði um virðingarstýringu (e. pre-
stige planning) sem sérstakt viðfangsefni.36 Bæði virðing og viðhorf eru
í raun viðfangsefni þeirrar tegundar málstýringar sem Reagan kallar
viðhorfastýringu. Markmið viðhorfastýringar er meðal annars að auka
skilning og umburðarlyndi gagnvart fjöltyngi og fjölbreytileika tungu-
mála í stórum samfélögum og bæta viðhorf til tungumála sem hafa
þurft að lúta í lægra haldi til dæmis vegna breytinga í stjórnmálum.37
Ef ætlunin er að fjölga málhöfum þarf að tryggja að fólk vilji tala málið
sem um ræðir38 og er það meðal annars gert með því að líta til þeirrar
hugmyndafræði sem er ríkjandi. Tengsl viðhorfa og málnotkunar eru
óbein og óljós en engu að síður virðast jákvæð viðhorf nauðsynleg for-
senda þess að máli sé viðhaldið eða það endurlífgað.39
Áherslur á ólíkar undirtegundir málstýringar og hvernig þær birtast í
málstefnum bæði í víðri og þrengri merkingu fer eftir stöðu hvers tungu-
máls fyrir sig, svo sem því hvort málið er meirihluta- eða minnihluta-
mál, hvort málið er í útrýmingarhættu og hver viðhorf til þess eru bæði
í málsamfélaginu og stjórnkerfinu. Sú staðreynd að táknmál eru minni-
hlutamál um allan heim og að táknmálsfólk er jaðarsettur hópur hefur
því óneitanlega áhrif á málstýringu táknmála og málstefnur þeirra í víðri
og þrengri merkingu.
Í næsta kafla verður fjallað um táknmál í ljósi málstefnufræða og þá
þætti sem fræðimenn telja mikilvægasta þegar kemur að málstefnum
táknmála.
Táknmál og málstefnufræði
Táknmál voru víða notuð í kennslu og skólum fyrir heyrnarlausa á 18. og
19. öld, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. Af heimildum má þó sjá
að þótt viðhorf táknmálssinna hafi verið jákvæð gagnvart því að fólk tjáði
sig með táknum þá voru jafnvel meðal þeirra uppi efasemdir um að táknmál
36 Harald Haarmann, „Language Planning in the Light of a General Theory of Lan-
guage. A Methodological Framework“, International Journal of Sociology of Language
86(1)/1990, bls. 103–126, hér bls. 104–108.
37 Sjá Timothy Reagan, Language Policy and Planning for Sign Languages, bls. 54.
38 Julia Sallabank, „Diversity and Language Policy for Endangered Languages“, The
Cambridge Handbook of Language Policy, ritstjóri Bernard Spolsky, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 2012, bls. 100–123, hér bls. 112.
39 Sama rit, bls. 116–117.