Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 101
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
100
iskeiði fyrir mál.126 Spolsky telur að það sé málstefnan innan fjölskyldna sem
hafi úrslitaáhrif á lífvænleika tungumáls127 og því má ætla að bæði viðhorf
og færni fjölskyldunnar í ÍTM skipti sköpum fyrir máltöku táknmálsbarna.
Með því að koma í veg fyrir tekjumissi forráðamanna, auk þess að tryggja
upplýsingagjöf og fræðslu, má vonandi stemma stigu við þeirri togstreitu
sem oft skapast milli döff og heyrandi fólks og sjónarmiða þeirra sem leiðir
af sér neikvætt viðhorf sem hefur áhrif á börnin og máltöku þeirra.128
Í MÍTM kemur fram að táknmálsbörn þurfi að hafa aðgengi að ríku
málumhverfi utan fjölskyldu og skóla sem og menningarsamfélagi ÍTM,
bæði jafningjum sem tala ÍTM og fullorðnum málfyrirmyndum. Málið í
umhverfi barnanna þarf að vera notað og sýnilegt í fjölbreyttum aðstæð-
um og orðræðu, ólíkum málsniðum og samskiptum við ólíkar málfyrir-
myndir á öllum tímum.129 Aftur er vísað til þess að máltaka fer fram án
beinnar kennslu og til að tungumál geti talist sem móðurmál eða fyrsta
mál barns eða annað tveggja mála hjá tvítyngdu barni þarf að tryggja gæði
ílags með aðgengi að málfyrirmyndum, málumhverfi og jákvæðu viðhorfi í
garð málsins.130 Einnig er rætt að menning og menningarleg gildi málsam-
félags séu órjúfanlegur hluti máltöku131 og bent á þá lagalegu skyldu ríkis
og sveitarfélaga að styðja við menningu táknmálssamfélagsins á Íslandi.132
Í MÍTM má finna aðgerðir sem snúa beint að því að tryggja að málsam-
félagið vinni að bættu og fjölbreyttu málumhverfi táknmálsbarna. Málsam-
félagið, undir forystu Félags heyrnarlausra, þarf að bjóða nýja málhafa vel-
komna með ríku málumhverfi og fjölbreyttum málfyrirmyndum svo þeir
geti markvisst aðlagast táknmálssamfélaginu á Íslandi. Þetta gildir jafnt um
táknmálsbörn og fjölskyldur þeirra sem og þá sem koma inn í málsam-
félagið á seinni stigum ævinnar. Einnig taka aðgerðir til menningar. Menn-
ingarviðburðir þurfa að vera á dagskrá fyrir nýja málhafa og tryggja þarf
aðgang að fjölbreyttu efni á ÍTM, til dæmis bókum til yndislestrar og
126 Margrét Guðmundsdóttir, „Á mis við málörvun. „Villimaðurinn frá Aveyron“ og
fleiri dæmisögur um uppvöxt barna án máls“, Ritið 1/2019, bls. 199–222.
127 Bernard Spolsky, Language Policy, bls. 43, 55.
128 Sjá t.d. Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“.
129 Bls. 3–5.
130 Sjá t.d. Sigríður Sigurjónsdóttir, „Máltaka og setningafræði“; Erika Hoff og Cynthia
Core, „Input and Language Development in Bilingually Developing Children“.
131 Dan I. Slobin, „Introduction“, The Crosslinguistic Study of Language Acquisition, vol.
3, ritstjóri Dan I. Slobin, Hillsdale, nJ: Lawrence Erlbaum, 1992, bls. 1–13, hér bls.
6.
132 Bls. 4.